Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 25

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 25
ko.aiir ag Jiúmor/ um áhrifum er veruleikinn oftar en ekki skekktur til þess að sýna fram á fárán- leika hans. Eitt mikilvægasta tækið til að ná fram þessum áhrifum er írónían. Til að ná fram pólitískri og róttækri af- stöðu er unnið á hárbeittunr nótum og þar leikur undirtextinn stórt hlutverk (að segja eitt en meina annað). Það er einmitt leikurinn að þessum tveimur merkingarheimum sem skapar írón- íuna. Að sjálfsögðu geta aðrar tegund- ir kvennaleikhúss beitt þessari tækni en munurinn liggur þó í því að þar er húmorinn af öðrum toga, hann hefur ekki sömu sögn, ef svo má segja, þar er gert grín án þess að í því felist pólitísk áskorun. Húmorinn er þar notaður sem tæki til þess að staðfesta ríkjandi gildi, viðmið og staðalímyndir í stað þess að afbyggja þau. Sáðfall eða raðfullnæging? Femínískt leikhús brýtur oftar en ekki upp hið hefðbundna leikhús á jí hinn bóginn er umhverfi okkar ekki eins leikhúsvœnt og það var, afþreying og sölumennska eru lykilorðin og því erfitt að fjalla af alvöru um það sem skiptir okkur manneskjurnar raunverulegu máli baráttu sem fram fór í samfélaginu. „Ég held að kvennaleikhús í dag sé einnig pólitískt og gagnrýnið þótt verkin séu kannski ekki jafn raunsæislegar lýsingar á stöðu kvenna og áður. Kvennaleikhús leitast enn við að skorast undan hefð- inni að efninu og forminu til og ljá rödd sinni farveg utan hins ríkjandi leikhúss með tilheyrandi tilraunum og nýsköp- un,” segir Gréta. Femínískt leikhús er sá angi kvenna- leikhúss sem er pólitískur og hefur það að leiðarljósi, meðvitað eða ómeðvitað, að hafa áhrif, að breyta og vekja fólk til umhugsunar um málefni tengd kvenfrelsi og / eða femínisma. Það sem einna helst einkennir þessa tegund leikhúss er að innihald verkanna sem þau bjóða upp á hafa femínískan boðskap, hvort sem hann birtist í sjálfum texta verksins, undir- texta þess, myndmáli eða einhverju öðru. Femínískt leikhús leitast því við að setja spurningarmerki við staðlaðar kvení- myndir og bendir um leið á ýmis konar misrétti sem konur lifa við. Kvenfélagið Garpur er dæmi um slíkan leikhóp. Hann var stofnaður af nokkrum ungurn leikkonum sem lá margt á hjarta og setti upp sýninguna Riddarar hringborðsins. „Okkur lang- aði til að gera leikhús sem hefði eitthvað mikilvægt að segja, ætti erindi til áhorf- enda og skipti sköpum. Stríðsógnin í írak varð svo kveikjan að efnisvalinu og útkoman varð gagnrýnin spunasýning um konur í stríði. Það er skylda lista- manna að nota listina sem tæki til að skoða samtímann, kryfja hann og gagn- rýna. Konur skoða veröldina oft á ská og skjön við ríkjandi birtingarmynd. Þetta skapar þeim fjarlægð til að kryfja sam- félagið, aðstæður og stöðu sína. í þeim tilfellum er húmorinn oft ekki langt undan,” bætir Gréta við. Þarna hittir Gréta naglann á höfuðið því eitt af höfuðeinkennum hins fem- íníska leikhúss er einmitt beiting þess á húmor. Margar fræðikonur hafa bent á að eitt sterkasta afl hins femíníska leikhúss sé afbyggingin, að brjóta upp merkingu hlutanna með því að leika sér að staðalmyndum. Til að ná fram þess- marga aðra vegu, þó að oft sé erfið- ara að koma auga á það. En hvað er þá hefðbundið leikhús? Hér skulum við gefa okkur að hið hefðbundna leik- hús sé leikhús sem vinnur út frá hand- riti sem hefur uppbyggingu eitthvað á þessa leið: • kynning • flækja • hápunktur (oftast er notað orðið klimax) • uppgjör Hið femíníska leikhús leitast oftar en ekki við að brjóta upp þetta form. Það er í mörgum tilfellum sjálfsævisögulegt þar sem gamla slagorðið „hið persónu- lega er pólitískt” sannar gildi sitt. Það leitast mjög oft við að segja margar sögur samtímis og gefur sér leyfi til að flakka frá einu frásagnarsviði til annars. Það bregður upp ótal myndum sem krefj- ast þess að áhorfandinn sé virkur þar sem það fellur í hans hlut að setja þessar myndir saman og gera úr þeim heild. vera / 2. tbl. / 2005 / 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.