Vera - 01.04.2005, Page 26

Vera - 01.04.2005, Page 26
/ konur og húmor á því hvert hann vill fara með verkið og leikararnir því eins konar strengjabrúður í höndum hans. Femínístar hafa bent á að þessi vinnuaðferð, þar sem einn trónir á toppnum, sé vinnuaðferð karlmannsins. Þess vegna hafa femínistar reynt að þróa ýmsar aðrar leiðir sem hægt er að nýta við sköpun leiksýninga. Hefðin brotin upp Gréta María segir æfingaferlinu hjá kven- leikhópnum Garpi vera öðruvísi háttað en í hinu hefðbundna leikhúsi. „í kvenna- leikhópi ríkir lýðræði og allar hafa leyfi til að henda hugmyndum í pottinn. Þessu fylgir einnig jöfn dreifing ábyrgðar. Samkenndin í hópnum er rík og samstað- an mikil.“ Því til stuðnings segir hún að á æfingatímabilinu sé mikið rætt og prófað uns ákvarðanir séu teknar, efnið þrengt niður og handrit verður til. „Þetta er mjög skemmtilegur og frjór tími þar sem ýmis- legt er látið flakka, mikið hlegið og reynslu deilt. Þannig kynnumst við betur inn- byrðis semá mikilvægan þátt í að hrista hópinn sarnan og aftur skilar sér í sýn- ingunni.” Þegar skapandi ferlinu er lokið er hafist handa við að sviðsetja verkið. „Þá fer hver á sinn bás og sinnir því hlut- verki innan hópsins sem henni er ætlað.” Gréta bætir þó við að það séu auðvitað til dæmi um slíka vinnu i hinu hefðbundna leikhúsi en að algengast sé þó að hafist sé handa meðtilbúið handrit að vopni og menn vindi sér strax í sviðsetningu þess, hver á sínum listrænu forsendum sem leikstjóri, leikmynda-teiknari o.s.frv. vitni að sögu sem nær hápunkti. Sumir femínistar hafa líkt uppbygg- ingu hins hefðbundna leikhúss við sáð- fall - þegar hápunktinum er náð er sýn- ingunni lokið og tími til kominn að fara heim, á meðan femínískt leikhús inni- heldur marga og ólíka hápunkta og frek- ar hægt að líkja því við raðfullnægingar! Annað sem einkennir femínískt leik- hús, og auðvitað ýmsar aðrar tegund- ir tilraunaleikhúss, er að oft er ferlinu á æfingatímabilinu öðruvísi háttað. Æfingatímabil hins hefðbundna leikhúss hefst næstum án undantekninga á sam- lestri þar sem leikarar og leikstjóri setjast niður með fullklárað handrit og vinna sig út frá því í átt að sýningunni sjálfri, þ.e. textinn er útgangspunkturinn og upp- hafið. I þessu ferli er leikstjórinn efstur í valdastiganum, hann er nokkurs konar einvaldur sem hefur myndað sér skoðun Þessari frásagnaraðferð er ætlað að brjóta upp hið svokallaða textaleikhús og er því mjög viðeigandi þegar unnið er með fem- ínískt leikhús, þar sem hún stríðir gegn hinu hefðbundna leikhúsi þar sem áhorf- endur sitja oftar en ekki passívir og verða jflf þessum sökum hlytur maður að velta þvífyrir sér íwori þetta orð - kvennaleikhús - hafi hugsanlega glatað upprunalegri merkingu sinni, rétt eins og orðið femínisti verður hálfmerkingarlaust þegar úWarpsmaðurinn Ingvi Jlrcifh skilgreinir sig sem slíkan 26 / 2. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.