Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 10

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Page 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fram á þeim nauðsynlegar rannsóknir s.s. blóðþrýstingsmælingar, mónitorun, sónarskoðun o.s. ffv. og ef þær eru ekki þeim mun veikari eru þær meðhöndlaðar á dagdeild. Þetta kerfi hefur stórum dregið úr innlögnum á meðgöngudeildir enda sýndust þær yfirleitt hálftómar auk þess sem konurnar kunna því feiki vel að komast heim á kvöldin. í Dundee voru blandaðar deildir, þ.e. með sængurkonum og með- göngudeildarsjúklingum. Þetta þykir gefast vel og konumar koma þá aftur á deildina ,,sína“ eftir fæðingu. Foreldrafræðsla virðist á flestum stöðum stærri í sniðum en hér tíðkast á Landspítalanum enda nóg pláss og nægur starfskraftur. Reyndar sögðust þær á R.M.H. vera farnar að færa þetta meira yfir í einstaklingskennslu um leið og konumar koma í skoðun og telja sig þannig betur geta uppfyllt þarfir hverrar og einnar. Þó em þær áfram með hópkennslu. Á Q.M. er heil deild sem sér um þessa hlið með 2 ljósmæðrum í fullu starfi, 2 í hálfu starfi og einhverjum fleimm í hlutastarfi auk læknis ef á þarf að halda. Það em námskeið fyrir alla og sérstök námskeið fyrir einstæðar og mjög ungar mæður. Konunum er fylgt eftir frá 28. viku og svo lengi sem þurfa þykir eftir fæðingu sérstaklega ef eitthvað er að baminu. Einhvern tíma snemma á með- göngunni er fólki boðið í kvöldmat,,let’stalk about pregnancy“ þar sem fólk getur viðrað áhyggjur sínar, skoðanir o.fl. Deildin hefur símaþjónustu frá 8.00-16.00 og er sú þjónusta mikið notuð. í Dundee em auglýst námskeið með fyrirfram ákveðnu prógrammi sem fólki er í sjálfsvald sett að notfæra sér. Á Q.M. vakti athygli okkar svokölluð ,,pre-pregnancy counsell- ing“ ráðleggingar og aðstoð við fólk sem hefur í hyggju að geta bam. Það var ein bráðhress sister Byrne sem fræddi okkur um þessa starf- semi sem hún hefur nú starfað við í nokkur ár ásamt einum lækni. Þau bjóða fram hjálp og ráðleggingar til fólks sem hefur lent í erfiðleikum á fyrri meðgöngum, misst fóstur, fætt andvana eða bæklað bam, eiga bam með meðfædda/arfgenga sjúkdóma eða er sjálft með meðfædda galla eða sjúkdóma auk fræðslu til sykursýkissjúklinga. Þau fá til- vísanir frá öllu landinu og hafa a.m.k. klukkustundar viðtal við hvert par eða eftir þörfum. Sr. Byme vinnur einnig með konur og unglings- stúlkur sem eiga við eitthvert áðumefndra vandamál að stríða, en vilja ekkert með stofnanir hafa. Auk þessa fer hún í framhaldsskólana og ræðir um getnaðarvamir (kemur þar inn á starfsemi „family plann-

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.