Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.08.1987, Blaðsíða 10
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fram á þeim nauðsynlegar rannsóknir s.s. blóðþrýstingsmælingar, mónitorun, sónarskoðun o.s. ffv. og ef þær eru ekki þeim mun veikari eru þær meðhöndlaðar á dagdeild. Þetta kerfi hefur stórum dregið úr innlögnum á meðgöngudeildir enda sýndust þær yfirleitt hálftómar auk þess sem konurnar kunna því feiki vel að komast heim á kvöldin. í Dundee voru blandaðar deildir, þ.e. með sængurkonum og með- göngudeildarsjúklingum. Þetta þykir gefast vel og konumar koma þá aftur á deildina ,,sína“ eftir fæðingu. Foreldrafræðsla virðist á flestum stöðum stærri í sniðum en hér tíðkast á Landspítalanum enda nóg pláss og nægur starfskraftur. Reyndar sögðust þær á R.M.H. vera farnar að færa þetta meira yfir í einstaklingskennslu um leið og konumar koma í skoðun og telja sig þannig betur geta uppfyllt þarfir hverrar og einnar. Þó em þær áfram með hópkennslu. Á Q.M. er heil deild sem sér um þessa hlið með 2 ljósmæðrum í fullu starfi, 2 í hálfu starfi og einhverjum fleimm í hlutastarfi auk læknis ef á þarf að halda. Það em námskeið fyrir alla og sérstök námskeið fyrir einstæðar og mjög ungar mæður. Konunum er fylgt eftir frá 28. viku og svo lengi sem þurfa þykir eftir fæðingu sérstaklega ef eitthvað er að baminu. Einhvern tíma snemma á með- göngunni er fólki boðið í kvöldmat,,let’stalk about pregnancy“ þar sem fólk getur viðrað áhyggjur sínar, skoðanir o.fl. Deildin hefur símaþjónustu frá 8.00-16.00 og er sú þjónusta mikið notuð. í Dundee em auglýst námskeið með fyrirfram ákveðnu prógrammi sem fólki er í sjálfsvald sett að notfæra sér. Á Q.M. vakti athygli okkar svokölluð ,,pre-pregnancy counsell- ing“ ráðleggingar og aðstoð við fólk sem hefur í hyggju að geta bam. Það var ein bráðhress sister Byrne sem fræddi okkur um þessa starf- semi sem hún hefur nú starfað við í nokkur ár ásamt einum lækni. Þau bjóða fram hjálp og ráðleggingar til fólks sem hefur lent í erfiðleikum á fyrri meðgöngum, misst fóstur, fætt andvana eða bæklað bam, eiga bam með meðfædda/arfgenga sjúkdóma eða er sjálft með meðfædda galla eða sjúkdóma auk fræðslu til sykursýkissjúklinga. Þau fá til- vísanir frá öllu landinu og hafa a.m.k. klukkustundar viðtal við hvert par eða eftir þörfum. Sr. Byme vinnur einnig með konur og unglings- stúlkur sem eiga við eitthvert áðumefndra vandamál að stríða, en vilja ekkert með stofnanir hafa. Auk þessa fer hún í framhaldsskólana og ræðir um getnaðarvamir (kemur þar inn á starfsemi „family plann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.