Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 5

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 5
Ávarp formanns Duglegar Ijósmæður Hvað er að vera dugleg ljósmóðir? Er það að vinna ljósmóðurstörf af natni °g fagmennsku? Vera vel liðin af skjól- stæðingum sem og samstarfsfólki? Vera vinnustað sínum og stétt til sóma og auka faglegan hróður beggja? Hver verður að líta í eigin barm og íhuga hvaða eig- inleikar það eru sem gera nákvæmlega þig að duglegri ljósmóður. Nokkuð hefur borið á notkun þessa lýsingaorðs um ljósmæður í tengslum við álag á fæðingardeildum en hefur þá verið átt við hæfni ljósmæðra til að vinna undir meira álagi en viðgengist hefur. Ljósmæður hafa aldrei veigrað sér við álagi í vinnu, enda starfíð andlega, Ijkamlega og tilfinningalega krefjandi. A]agið sem bundið var við álagstoppa, er nú hins vegar orðið viðvarandi ástand a sumum vinnustöðum ljósmæðra. Þar er álagið svo mikið dags daglega að Ijósmæður eru að kikna undan því að eigin sögn. Svo mikið að varla gefst fími til líkamlegra þarfa, eins og matar- °g kaffihléa, eða jafnvel klósettferða nema í brýnustu neyð. Þegar álagið verður umfram það að ijósmæður geti sinnt starfi sínu eins og fagmennska þeirra og samviska býður þeim, er fyrsta hugsun þeirra um aðbún- að og öryggi skjólstæðinga sinna. Það er Ijósmæðrastéttinni tamast. Hver vinnur e|ns mikið og hún mögulega getur. Allar vita hvernig er að standa undirmannaða vakt þar sem þú hrósar jafnvel happi að loknum vinnudegi yfir að allt hafi náð að lánast. Allar þekkjumst við og engin Guðlaug Einarsdóttin formaður LMFI vill annari það að standa slíka vakt. Þess vegna hlaupum við undir bagga og tökum fleiri aukavaktir á kostnað sjálfra okkar og fjölskyldu okkar, til að spara vinnuveitandanum aurana á meðan krónunum er kastað á glæ í endalausri yfirvinnu. Ljósmæður sem nú eru að útskrifast hafa lagt mikið á sig til að benda á óréttlæti í launaröðun ljósmæðra. Það er ekki í fyrsta sinn sem nýútskrifaðar ljósmæður berjast fyrir bættum kjör- um ljósmæðrastéttarinnar. Meirihluti stofnfélaga Ljósmæðrafélags íslands voru einmitt nýútskrifaðar ljósmæður og leyfi ég mér að vitna í þá merku bók, Ljósmæður á íslandi, þar sem Ijallað er um stofnun Ljósmæðrafélags íslands árið 1919: “...Því verður seint of mikið gert úr djörfung þeirra, sem brautina ryðja, iðulega við takmarkaðan skiln- ing þeirra, sem unnið er jyrir. Enda var frumkvöðlum Ljósmœðrafélagsins óvenjulegur vandi á höndum, því stéttin var dreifð um allar byggðir landsins og lengst af illu vön í launamálum.” (Ljósmæður á íslandi Il.bindi, bls. 12) Nú er orðið tímabært að við spyrj- um okkur sjálfar, hvenær er mikið álag orðið of mikið? Hvenær erum við farnar að gefa afslátt af fagmennsku okkar og á hvers kostnað? Hversu lengi höfum við traust skjólstæðinga okkar til að styðja þá á sem öruggastan og uppbyggileg- astan hátt í gegnum fæðingu? Og hvaða afleiðingar hefur langvarandi álag og undirmönnun á okkur sjálfar, líkamlega og andlega? Og á starfsánægju okkar? Á hvaða tímapunkti færast hagsmun- ir vinnuveitanda framar hagsmunum skjólstæðinga, hagsmunum stéttarinn- ar og eigin hagsmunum? Þetta er ekki meðvituð ákvörðun, heldur leggst hver smæsta ákvörðun á vogarskálar sem á endanum ræður á hvorn veginn sígur. Þess vegna verðum við að vera gagn- rýnar, þ.e. rýna til gagns þær ákvarðanir sem teknareru varðandi barneignarþjón- ustu þ.m.t. mönnun. Ég geri mér fulla grein fyrir að málið er ekki leysanlegt í einu vetvangi, en ákvarðanir hverrar og einnar okkar geta ýmist orðið til þess að vinna með lausninni eða á móti henni. Það er ekki einungis um að ræða þetta sumar, heldur verðum við að horfast í augu við að við tökum virkan þátt í að ákvarða framtíð barneignarþjónustu á íslandi. Ljósmæðrablaðið júní 2007 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.