Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 40
AF VETTVANGI FÉLAGSMÁLA Stjórnarfundur NJF Hinn árlegi stjórnarfundur NJF var hald- inn 2.-3. maí 2007, í boði fínnska Ijós- mæðrafélagsins i Turku að þessu sinni, þar sem Norðurlandaráðstefna NJF var haldin. Samkvæmt lögum samtakanna er ætíð haldinn stjórnarfundur í sam- bandi við ráðstefnuna og er einungis hægt að kjósa nýjan formann eða gera lagabreytingar í sambandi við þær. Fundinn sóttu að þessu sinni; Asta von Frenckell forseti samtakanna frá Finnlandi ásamt Siw Nykánen, og Terhi Tasanen nýkosnum formanni finnska ljósmæðrafélagsins. Frá hinum Norðurlöndunum voru; Lillian Bondo og Kit Dynnes Hansen frá Danmörku, Eyðfríð Lisberg Jacobsen og Anna Christiansen frá Færeyjum, Guðlaug Einarsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir frá íslandi, Nina Schmidt og Brit Roland frá Noregi og þær Anna Nordfjall og Karin Svárdby frá Svíþjóð. Ritari fundarins var kosin Siw Nykánen frá Finnlandi. Formlegur fundur hófst stundvíslega klukkan 13.00 á þriðjudegi með léttum hádegisverði. Gengið var til dagskrár fundar sem er nokkuð hefðbundin, farið yfir fundargerð síðasta fundar, farið yfir hverjir væru stjórnarmeðlimir og nýjar Ijósmæður sérstaklega boðnar velkomn- ar. Asta von Frenckell forseti sam- takanna stjórnaði fundinum. Póstlisti stjórnarinnar var uppfærður. Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla forsetans og var tekið upp þar hvort ætti að endur- vekja upplýsingaform það sem hvert félag fyllti út hér áður, þar sem kom fram helstu upplýsingar varðandi fæð- ingar í hverju landi og kjör ljósmæðra. Mörgum þykir þetta vanta og var Astu og Hildi falið að koma með tillögur að slíkri upplýsingamiðlun milli land- anna. Að venju fluttu fulltrúar landanna skýrslur sínar og var það næsta mál á dagskrá og er hér á eftir stiklað á því helsta sem kom fram þar. Hefð hefur skapast fyrir því að fylgja stafrófsröð og var því fyrst rætt um skýrslu danska ljósmæðrafélagsins. Danmörk Eins og áður hefur komið fram hefur öll heilbrigðisþjónusta í Danmörku verið endurskipulögð og landinu skipt upp í 5 svæði og á hvert svæði að skipuleggja þá þjónustu sem það býður upp á í samræmi við nýja heilbrigð- islöggjöf og skipulagningu sérmeðferða eins og t.d. krabbameinsmeðferðar og neyðaraðstoðar. Umræða um að t.d. þjónusta svæfingarteymis verði aðeins á fáum sjúkrahúsum hefur áhrif á fæð- ingarþjónustu og eru ljósmæður mjög áhyggjufullar yfir þessari þróun og fylgj- ast grannt með framvindu mála. Varðandifæðingaþjónustunaalmennt, þá er hún einnig í endurskipulagningu og hafa ljósmæður verið að prófa sig áfram með ýmis þjónustuform til kvenna og er verkefnið „Kendt jordmor” sem hefur verið tilraunaverkefni í Álaborg síðast- liðinn 2 ár og vakið mesta ánægju, bæði meðal kvenna og ljósmæðra. Verkefnið þykir hafa tekist alveg sérstaklega vel og sem dæmi þá hefur heimafæðing- um fjölgað mjög (7% miðað við lands- meðaltal sem er innan við 1%), meðal þeirra kvenna sem eru í þessu verkefni og tíðni inngripa eins og keisaraskurða hrapað verulega. Skýrsla hefur verið unnin um verkefnið og er að finna á heimasíðu danska ljósmæðrafélagsins. Næstu skref eru að bjóða upp á slíka þjónustu í öllum svæðunum 5. Á sama tíma er verið að fækka fæðingarstöðum og t.d. í Kaupmannahöfn er geil ráð fyrir að aðeins verði 4 sjúkrahús í stað 7 núna sem muni bjóða uppá fæðing- arþjónustu. Endurskoðun á klínískum leiðbeiningum varðandi mæðravemd er í endurskoðun af fjölfaglegum hópi og gengur allvel. Áhersla heilbrigðisyfirvalda er skilj- anlega á gæði þjónustunnar en skilning- urinn á því er því miður samofinn hugs- uninni um „centraliseringu” þjónust- unnar. Ljósmæðrafélagið leggur aftur á móti áherslu á að gæði ljósmæðraþjón- ustu fari þvert í gegnum kerfin þar sem þær annist konuna í meðgöngu í héraði og fylgi henni svo á sjúkrahús á því stigi sem er viðeigandi við þá þjónustu sem hentar konunni hverju sinni. Félagið lét gera stóra rannsókn um starfsaðstæður Ijósmæðra og helstu nið- urstöður þeirrar könnunar eru að 83,4% allra ljósmæðra í starfi tóku þátt í könn- unni og a) almennt eru ljósmæður mjög ánægðar með að hafa valið þetta fag og vinna við það, b) 9 af hverjum 10 eru óánægðar með launin sín og c) 40% ljósmæðra telja að það umhverfi sem þeim er ætlað að sinna störfum sínum sé ófullnægjandi bæði faglega og mann- eskjulega. Skýrslan er til á skrifstofu ljósmæðrafélagsins fyrir áhugasama, ennfremur á hún að vera á heimasíðu danska ljósmæðrafélagsins http://www. jordemoderforeningen.dk/multimedia/ J orden_dre_p_del tid_og_overarbej de4. pdf eða www.jordemoderforeningen. dk. Innan danska ljósmæðrafélagsins er starfandi „Jordemoderfagligt selskap”, sem í upphafi varð til með þeim tilgangi að sinna faglegum verkefnum einvörð- ungu og hefur nú þróast í að verða ráðgefandi fyrir heilbrigðisyfirvöld í ákveðnum málum. Hópurinn starfar mjög náið með stjórn félagsins sem nýtur góðs af þessu grasrótarstarfi. Danska ljósmæðrafélaginu hefur tek- ist, með Lillian Bondo í fararbroddi, að koma að umræðu í fjölmiðlum um ýmis samfélagsleg málefni eins og vinnuálag Ijósmæðra á fæðingadeildum ásamt umræðum um gæði fæðingarþjónust- unnar s.s. keisaratíðni, spangarklipp- ingar, sphincterrifur og hríðaörvun svo eitthvað sé nefnt. Einnig umræðu um fóstureyðingar og tímamörk fyrir þær, fæðingar krónprinsessunnar og þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Fæðingar í Danmörku eru um 64.500 á ári og svo virðist sem keisaratíðni árið 2006 verði um 20% og hefur fjöldi þeirra kvenna sem óska sérstaklega eftir því að fæða með keisaraskurði aukist verulega. Aðrar tölur frá heilbrigðisyf- irvöldum benda einnig til þess að notk- un annarra inngripa eins og sogklukku og hríðaörvunar hafi aukist talsvert. Ekki virðist vera samhengi milli stærðar fæðingadeilda og inngripatíðni. Danska ljósmæðrafélagið mun halda næstuNorðurlandaráðstefnu3-5júníárið 2010 en þá eiga Norðurlandasamtökin 60 ára afrnæli. Ráðstefnan verður haldin í Kaupmannahöfn. 40 Ljósmæðrablaðið júní 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.