Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Side 12

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Side 12
hafa upplýsingablað um hvaða þjónusta væri í boði, þær ættu að sjá um grunn- fræðsluna en bregðast fljótt við ef kvart- anir um grindarvandamál kæmu upp þannig að konumar þyrftu ekki að bera sig eftir björginni sjálfar. Báðir læknarn- ir bentu á að töf væri oft í ferlinu vegna kröfu um að skrifa beiðni til sjúkraþjálf- ara. I flestum viðtölunum kom fram mikilvægi þess að sjúkraþjálfarar efldu tengsl sín við ljósmæður og lækna og bættu sig varðandi sjúkraskýrslugerð. Ljósmæðurnar og læknarnir sem tóku þátt í rannsókninni voru sammála um að það vantaði að fá svör frá sjúkraþjálf- urum um gang meðferðar. Hluti þeiira sagði ekki nægja að fá útskriftarskýrslu í lok meðferðar þar sem gott væri fyrir Ijósmæður að heyra hvernig gengi til að geta fylgt málum eftir. Umræður I heildina virðist vera mikilvægast að ljósmæður bregðist fljótt við ef kon- urnar kvarta um verki frá mjaðmagrind. Nauðsynlegt er að konurnar fái ein- staklingsfræðslu hjá ljósmóður snemma á meðgöngu ásamt einstaklingsfræðslu hjá sjúkraþjálfara ef ástæða er til að framkvæma greiningarmat. Þetta er í samræmi við niðurstöður fjölda ann- arra rannsókna þar sem kemur fram nauðsyn einstaklingsmiðaðrar fræðslu snemma á meðgöngu (Anna Rósa Heiðarsdóttir, o.fl., 2004; Barton, 2004; Molde Hagen, o.fl., 2003; Noren, o.fl., 1997; Stuge, o.fl., 2003; Östgaard, o.fl., 1994). Auk þess er ástæða til að vekja athygli á fræðslufyrirlestri sem sjúkraþjálfari heldur á Miðstöð mæðra- verndar en hann þarf að kynna vel á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborg- arsvæðisins. Allar barnshafandi konur ættu að nýta sér þá hópfræðslu sem er þeim að kostnaðarlausu. í rýnihópunum komu fram óskir um að upplýsingar um ýmsa þjónustu sem er í boði væru aðgengilegar hjá ljósmæðrum. Ekki er úr vegi að Faghópur sjúkraþjálfara um kvennaheilsu sem er undirfélag Félags íslenskra sjúkraþjálfara yrði í samstarfi við Miðstöð mæðraverndar til að vinna að slíkum upplýsingum. Ástæða er til að þróa betur þjón- ustuferlið er varðar greiningu og ráð- gjöf sjúkraþjálfara. Með niðurstöður rannsóknarinnar í huga má ætla að heppilegast væri að mynda teymi milli heilsugæslustöðva og nærliggjandi sjúkraþjálfunarstofa þar sem þjónustu- samningar yrðu gerðir með innleið- ingu samskiptaseðla milli ljósmæðra og sjúkraþjálfara til að flýta fyrir þjónustu- ferlinu og efla tengslin milli fagaðila. Með þessu fyrirkomulagi væri komið í veg fyrir tvöfalda og/eða þrefalda skoð- un greiningaraðila þar sem læknir, ljós- móðir og sjúkraþjálfari skoðaði konuna auk þess sem faglegt öryggi og trygg- ing gegn ofmeðhöndlun eykst. Þessi tillaga er í samræmi við nýsamþykkt lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 (Alþingi, 2007). Niðurstöður rannsókn- arinnar gefa til kynna að algengast sé að beina konunuin í meðgöngusund auk þess sem þeim er bent á mögu- leikann að minnka við sig vinnuhlut- fall. Rannsóknarhöfundur telur að huga mætti að fjölbreyttari úrlausnum. Ekki er í öllum tilfellum þörf fyrir að veita sjúkraþjálfunarmeðferð við mjaðma- grindarverkjum. Stundum nægir að sjúkraþjálfari greini vandamálið og veiti fræðslu og ráðgjöf en við það nást per- sónuleg tengsl við sjúkraþjálfarann ef konurnar þurfa á meðferð að halda síðar á meðgöngunni. Samkvæmt niðurstöð- um rannsóknarinnar virðist fræðsla ásamt vatnsþjálfun oft nægja við vægari einkennum grindarverkja. Sambland af vatnsþjálfun og sjúkraþjálfunarmeðferð hefur reynst vel þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni ef verkir eru famir að hafa áhrif á athafnir daglegs lífs sem krefst verkjameðferðar og jafnvel liðlosunar. Greiningarmat sjúkraþjálfara á meðgöngu og endurmat eftir fæðingu ætti að vera konunum að kostnaðarlausu eins og ljósmæðra- og læknisskoðun og sú þjónusta sem Landspítalinn veitir konum í áhættumeðgöngu. Sama gagn- rýni endurtók sig í öllum viðtölunum á hverja fagstétt fyrir sig sem bendir til að endurskoða megi verklagsreglur með samvinnu og samhæfingu fagaðila að leiðarljósi. Samantekt og notagildi rannsóknar Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinn- ar virtist vera nokkuð tilviljunarkennt hvernig þjónustu þær konur sem tóku þátt í þessari rannsókn höfðu fengið sem voru með mjaðmagrindarverki á meðgöngu. Sumar kvennanna höfðu sótt sjálfar beint til sjúkraþjálfara, aðrar höfðu fengið skoðun á Landspítalanum og í kjölfarið skoðun, fræðslu og með- ferð á einkarekinni sjúkraþjálfunarstofu og enn aðrar höfðu fengið enga eða ófullnægjandi þjónustu. Niðurstöður rannsóknarinnar eru vísbending urn þöif fyrir endurskoðun á þeiiri þjónustu sem konum með grindarverki á meðgöngu er veitt, og þá með bætta samhæfingu og samstarf fagaðila í huga. Með aukn- um áhuga, þekkingu og skilningi fag- aðila á mjaðmagrindarverkjum má efla þjónustu fyrir barnshafandi konur með grindarverki en til þess þarf heilsteyptar verklagsreglur. Þessi grein byggir á rannsókn sem unnin var til meistaragráðu í Lýð- heilsufræði (MPH) við Háskólann í Reykjavík. Titill ritgerðarinnar var „Mjaðmagrindarverkir á meðgöngu - Könnun á þjónustu.” Viðfangsefnið var eigindleg rannsókn á þjónustu við konur með grindarverki á meðgöngu á höfuð- borgarsvæðinu. Leiðbeinendur voru Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Margrét Lilja Guðmundsdóttir. í umræddu meist- araverkefni eru lagðar fram ítarlegar til- lögur til úrbóta sem eru meðal annars studdar með tilvísunum í nýtilkomin lög um heilbrigðisþjónustu (Alþingi 2007). Tillögumar ættu að hafa hag- nýtt gildi fyrir Miðstöð mæðraverndar, mæðravemd heilsugæslustöðvanna og sjúkraþjálfara sem veita barnshafandi konum þjónustu. Helstu tillögur að úrbótuni: • Að ljósmæður bregðist fljótt við ef konur kvarta unt mjaðmagrind- arverki og sendi þær í greiningu til læknis eða sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfunarmeðferð þarf ekki alltaf að fylgja í kjölfarið. • Að efla kynningu á heilsugæslu- stöðvum um hópfræðsluna sein er í boði á Miðstöð mæðraverndar og vekja athygli á að hún höfðar til allra bamshafandi kvenna. • Að upplýsingar séu aðgengilegar hjá ljósmæðrum um þá þjónustu sem er í boði hverju sinni fyrir konur með mjaðmagrindarverki. • Að mynda þjónustusamninga milli heilsugæslustöðva og nær- liggjandi sjúkraþjálfunarstofa á hverju svæði fyrir sig sem upp- fylltu ákveðin skilyrði svo sem tímaramma á skoðun og greiningu ásamt skýrslugerð. • Að ljósmæður útfylltu samskipta- seðla til sjúkraþjálfara með beiðni um greiningu til að forðast töf hjá lækni. • Að heilsugæslan greiddi hlut sjúk- lings fyrir greiningarmat og end- urmat eftir fæðingu ef ljósmóðir eða læknir telur vera þörf fyrir slíkt mat. 12 Ljósmæðrablaðið desember 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.