Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Síða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Síða 28
Nýr styrktarsjóður við Háskóla íslands Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur styrkir meistara- og dolctorsnema í hjúkrunar- og Ijósmóðurfræðum Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir og Sóley Bender. Nýr styrktarsjóður hefur verið stofnaður við Háskóla Islands, Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Stofnskrá sjóðsins var undirrituð í dag af Kristínu Ingólfsdóttur rektor og Ingibjörgu R. Magnúsdóttur, stofnanda sjóðsins. Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur er fyrsti sjóðurinn á Islandi sem veitir styrki til rannsókna í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum og verða vei ttir styrkir ti 1 hjúkrunarfræðinga og Ijómæðra í doktorsnámi, sem falla að markmiði sjóðsins. Stefna hjúkrunar- fræðideildar Háskóla íslands er að efla framhaldsnám til meistara- og doktors- prófs, sem samrýmist stefnu skólans í þeim efnum, enda vaxtarbroddur hverr- ar fræðigreinar fólginn í framhalds- nemendum hennar. Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur er því mik- ill stuðningur við doktorsnema og rann- sóknaverkefni í hjúkrunafræðum. Ljósmæðrafélag Islands, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Glitnir og Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði hafa lagt fram fé til sjóðsins auk fram- lags Ingibjargar og bróðurdóttursonar hennar, Magnúsar F. Guðrúnarsonar. Þar fyrir utan hefur sjóðnum borist fjöl- margar gjafir fyrir tilstuðlan dr. Sigrúnar Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðings. Hjúkrunarfræðinám á íslandi var fært upp á háskólastig árið 1973 með stofn- un námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Stofnun námsbraut- arinnar markaði upphaf rannsókna í fræðunum hér á landi. Þá hófst kennsla í undirstöðuþáttum rannsókna sem síðan hafa eflst og vaxið. Árið 1998 var aftur brotið blað í sögu hjúkrunarfræði- menntunar á Islandi með tilkomu meist- aranáms í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands og árið 2000 varð námsbraut í hjúkrunarfræði sjálfstæð deild innan skólans, hjúkrunarfræðideild. Deildin setti sér það markmið að efla enn frek- ar framhaldsnám hjúkiunarfræðinga og Ijósmæðra og árið 2005 voru fyrstu nemendurnir skráðir í dokt- orsnám við deildina. Ingibjörg R. Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur er fyrr- verandi námsbrautarsjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði Háskóla Islands og skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Ingibjörg hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar hér á landi og var hún ein þerra sem stóð að stofnun náms- brautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Styrktarsjóðir Háskóla Islands hafa umsjón með sjóðum og gjöfum sem ánafnaðar hafa verið Háskóla Islands, allt frá stofnun skól- ans. Flestir starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og er þeim ætlað að styðja við ýmis verkefni á ákveðnum fræðasviðum til hagsæld- ar fyrir Háskóla íslands, stúdenta eða starfsfólk. Hægt er að fylla út eyðublað til styrktar sjóðnum á slóðinni: http:// www.hjukrun.hi.is/page/hjfr_rann- soknastofnun . Frekari upplýsingar veit- ir Hildur Friðriksdóttir, forstöðumaður Rannsóknastofu í hjúkrunarfræðum. Netfang: hildurfr@hi.is, sími 525 5280. HÁSKÓLI ISLANDS HJÚKRUNARFRÆÐIDEILD Viltu styrkja hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður? Það getur þú gert með því að styrkja Rannsóknarsjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur sem var stofnaður 29. júní 2007. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og Ijósmóðurfræðum. Styrkir verða veittir til rann- sóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra í doktorsnámi, sem falla að markmiðum sjóðsins. Viljir þú styrkja sjóðinn almennt eða vegna sérstakrar ástæðu t.d. í tilefni útskriftar einhvers nemanda, árgangaafmælis eða til minningar um látinn ástvin þá er hægur vandi að fara inn á slóðina: http://www.hinkrvn.hi.i8/page/hifr rannsoknastofnun eða inn á heimasíðu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði og þaðan inn á Rannsóknasjóð Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Margt smátt gerir eitt stórt! Stofnfó var 5 m.kr. en betur má ef duga skal til að hefja úthlutun. LANDSPÍTALI 28 Ljósmæðrablaðið desember 2007

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.