Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 38

Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 38
LJOSMIlRftBLAfllD BS ÁRA gekk svona í viku, en eina nóttina var bankað. Þar var kom- inn maður á dráttarvél til að sækja mig til þessarar konu. Eg spurði af hverju var ekki hringt í mig fyrst. Svarið var: Það gleymdist að tengja saman símana í gærkvöldi!! Ég tók nokkrum sinnum konur heim til mín seinna, þar sem þær fæddu og lágu sína sængmiegu. Þetta kom til meðal annars til af því að sjálfvirkur sími var þá kominn á Dalvík, en ekki í sveitina til mín, nema á tveim stöðum, kaupfélaginu og hjá mér. Mér fannst mikið öryggi í að geta haft beint sam- band við lækni eða fæðingadeildina ef á þyrfti að halda. Það hefur verið mér ómetanlegt í rnínu starfi í þessum umdæmum að vinna samhliða á fæðingadeildinni á Akureyri þegar færi gafst. Leysti þar af á sumrin í mörg ár. Það gaf mér tækifæri á að fylgjast með ýmsum nýjungum í starfi og þar gat ég einnig leitað ráða ef ég var í einhverjum vafa um hvað gera ætti, því ég þekkti starfsfólkið þar og var mér alltaf vel tekið. Ég gat þess fyrr í þessari grein að námstími minn í Ljósmæðraskólanum var eitt ár. Ég væri ekki ljósmóðir ef ég hefði fyrst þurft að fara í menntaskóla og síðan í hjúkrum. Þess vegna óx mér í augum á sínum tíma fyrir hönd þeirra sem vildu nema þessi fræði, þegar rætt var um sex ára nám eftir stúdentspróf til að geta orðið ljósmóðir. Það yrðu aðeins örfáar sem kæmust alla leið. En reyndin er önnur og í dag eigum við ungar og vel menntaðar ljósmæður sem til eru í að takast á við hvað sem er því þær vita hvað þær eru að gera. Þær eru einnig betur settar til að annast heimafæðingar, sem nú hafa aukist á undanförnum árum, sérstaklega í Reykjavík og á Akureyri. Ég hef kynnst nokkrum af þessum ljós- mæðrum og þær eru frábærar. Menntun ljósmæðra var ekki nægileg og segir það sína sögu að margar ljósmæður lærðu hjúkrun eftir á, í sérstökum skóla sem settur var á stofn einu sinni að ég held. Ég hefði gjarnan viljað fara í þann skóla en hafði ekki tækifæri á því þá. Þess vegna segi ég: Fyrst þessum erfiða áfanga var náð, sem sagt hjúkrunarnám fyrst og síðan ljósmæðranámið, þá snúið ekki til baka. Það er kannski ekki heldur meiningin, en einhversstaðar heyrði ég að komið hefði til tals að stytta ljósmæðranámið og að ljósmæður hefðu þá ekki réttindi sem hjúkrunarfræðingar. Það gengi kannski upp í Reykjavík, en ekki á landsbyggðinni. Þar er mikil þörf á að ljósmæður geti sinnt báðum þessum störfum. Með kveðjum til allra Ijósmœðra. Ása Marinósdóttir Útskrifuð frá LMSÍ1953 Smábrot úr námi og starfi í LMSÍ 1954 1955 Mætti í skólann 1. okt. Var vísað í herbergi no. 3 í heimavist - gott herbergi fyrir tvo. Skömmu seinna kom herbergissystir mín ásamt móður sinni, sem var ljósmóðir. Mér leist vel á þær mæðgur og vinátta hefur haldist síðan. Næst var kallað í allan hópinn, 12 ungar stúlkur, hér og hvar af landinu, stillt upp í röð og skömmu seinna kom yfirljósmóðirin Sigurbjörg Jónsdóttir ásamt yfirlækni Pétri H. J. Jakobssyni. Þau heilsuðu upp á hópinn og buðu okkur velkomnar. Pétur þéraði okkur og þar með urðum við að læra þér- ingar, sem var nám út af fyrir sig. En 3 manneskjur á deildinni þéruðu alltaf bæði nemendur, ljósmæður og fleiri. Ein ljósmóðir þéraði sængurkonumar nema ef hún þekkti þær. Það var talin kurteisi, en sú kurteisi komst nú ekki inn í okkar höfuð, enda nóg annað til að troða í það. Aðalkennarar skólans voru Pétur og Sigurbjörg. Hann var líka skólastjóri og kenndi 6 daga vikunnar frá kl. 8 til kl. 9, alltaf fullan klukkutíma. Hún var sú, sem sá um skipulagið að mestu, kenndi 2 tíma á viku bóklegt og hafði eftir- lit með verklegri kennslu og heimavistinni, enda bjó hún í 2 herbergjum fremst ( á gangi heimavistarinnar. ' Hún var ekki afskiftasöm við okkur að öðru leyti en því, að við áttum að vera komnar inn kl. 24 og þá var heimavist læst. Við máttum fá heimsóknir hve- 1 nær sem var nema ekki frá kl. 24 til kl. 7. Frítt fæði og húsnæði, sem kom sér vel. Vinnutími var langur og mikið að gera. Einn frídagur á viku, en þá var talið æskilegt að við færum ekki langt, því ef eitthvað mjög lærdóms- rfkt kom upp, var reynt að kalla á okkur svo við gætum lært sem mest og flest. Mér líkaði mjög vel við þessa yfirmenn mína og kennara. Þau miðluðu af reynslu sinni og kunnáttu til okkar, sem vorum að stíga fyrstu sporin á vit þessa starfs, sem við höfðum valið okkur. Fyrstu fæðingar var beðið með mikill eftirvæntingu. Ég var sú síðasta úr hópnum, sem fékk að taka á móti og var 38 Ljósmæðrablaðið desember 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.