Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Síða 45
°g hvort konurnar viðurkenna sjálfar
neysluna eða hvort hún kemur í ljós
við þvagskimun. Eiturlyfjaneysla er
mismikil eftir löndum og landshlut-
Llni. hún er almennt meiri í þéttbýli
en dreifbýli og er oft tengd ákveðnum
borgarhlutum. Þannig sýndu niðurstöð-
Ur rannsóknar sem gerð var í suðurhluta
London að 16% þungðra kvenna voru í
neyslu, samkvæmt þvagskimun á fyrri
hluta meðgöngu (Sherwood, Keating,
Kavvadia, Greenough og Peters, 1999).
Erfitt er að fá nákvæmar upplýsingar
um umfang vandamálsins vegna þess að
1 mörgum tilfellum segja konumar ekki
frá neyslunni og ef sú leið væri farin að
láta allar konur í meðgönguvernd skila
þvagprufu í eiturefnaleit yrði það til
Þess að þær mættu síður þangað, auk
þess sem fæst efnanna mælast í þvagi
lengur en einn sólarhring eftir að þeirra
er neytt. Þessi aðferð myndi því ekki
gefa nógu áreiðanlega mynd af fjölda
neytenda (Sherwood o.fl., 1999).
Afleiðingar vímuefnaneyslu
a fneðgöngu
^argar rannsóknir hafa verið gerðar á
afleiðingum vímuefnaneyslu þungaðra
^venna og eru niðurstöður samhljóða,
VLmuefnaneysla er skaðleg heilsu bæði
móður og barns og á það jafnt við um
ögleg efni og ólögleg. En hver er raun-
veruleg skaðsemi ólöglegra vímuefna?
Þegar þunguð kona neytir vímuefna
er meðgangan skilgreind sem áhættu-
^eðganga (Craig, 2001; Gilbert, 2007;
epburn, 2004). Samkvæmt heimild-
Um er tvennt sem öll efnin eiga sam-
eiginlegt en þau virðast valda aukinni
ættu á fæðingu fyrir tímann og lágri
®ðingarþyngd miðað við meðgöngu-
engd. Aðrir þættir eru að nokkru leyti
aldir ráðast af því hvers konar efna
afi verið neytt, í hve miklum mæli
á hvaða hluta meðgöngu. Að auki
aiu margir aðrir þættir áhrif á útkomu
meðgöngu og fæðingar, til dæmis nær-
‘ngarástand og allur aðbúnaður konunn-
dr- Greenough og Kassim (2005) tala
, að neysla í upphafi meðgöngu geti
^a L skaðleg áhrif á þróun fósturvísisins
Það geti orsakað fósturlát snemma
j. Ineðgöngu og neysla á seinni hluta
^ta þdðjungs geti leitt til meðfæddra
áh-3 C^a vansi<aPana- Lífeðlifræðileg
u 11 fr'kniefna eru mismunandi eftirteg-
þæi-Uni ‘‘fre'ðingíirnar því ekki alltaf
\^’.na^sefn 1 (hass/marijuana)
a er mest notaða ólöglega vímuefnið
á íslandi og víðar í heiminum. í rann-
sókn Sherwood o.fl. (1999) seni gerð var
á þunguðum konum í London voru 85%
jákvæðra eiturefnaprófa jákvæð fyrir
kannabisefnum. Virku efnin í kannabis
eru fituleysanleg og lengi að brotna
niður og skiljast út úr Iíkamanum, þau
er hægt að greina með þvagskimun í
allt að 30 daga eftir neyslu, hversu lengi
þau finnast fer þó eftir hve mikil neysl-
an hefur verið. Þessi efni hafa letjandi
áhrif á hormónaframleiðslu og draga
um leið úr frjósemi, bæði kvenna og
karla. Þau fara yfir fylgju og rannsóknir
hafa sýnt að þau draga úr vexti fóst-
urs og sýnt hefur verið fram á lægri
fæðingarþyngd um að meðaltali 400
gr. Þau eru einnig talin stytta með-
göngulengd um allt að tvær vikur að
meðaltali (Gilbert, 2007; Huestis og
Choo, 2002; Kennare, Heard og Chan,
2005; Sherwood o.fl., 1999). Kannabis
eykur magn kolmónoxíðs í blóði fimm-
falt meira en tóbak, sem veldur því að
súrefnisflutningur til fóstursins skerð-
ist. Kannabisneysla er einnig talin auka
hættu á fylgjulosi. Auk þess er talið að
megi rekja atferlis- og hegðunarraskanir
svo sem einbeitingarskort og hvatvísi
hjá börnum til kannabisneyslu móður á
meðgöngu (Gilbert, 2007).
Amfetamín
Er örvandi efni og hefur neysla þess
farið vaxandi hér á landi síðastliðin 10
ár eða svo (SÁÁ, 2006). Eitt af lífeðl-
isfræðilegum áhrifum þess á líkamann
er æðasamdráttur og er hann talinn eiga
þátt í aukinni tíðni fósturláta, fæðingu
fyrir tímann, fylgjulosi og vaxtarskerð-
ingu fóstursins vegna skerts blóðflæð-
is um fylgju. Einnig hafa gallar eða
frávik í taugakerfi verið talin orsakast af
amfetamínneyslu á meðgöngu, til dæmis
meðfædd heilablæðing, drep, myndun
holrúma og vaxtarskerðing heila, aukin
tíðni floga hjá nýburum og vöggudauði
(Gilbert, 2007; Huestis og Choo, 2002).
Auk þessara þátta er talað um atferlis-
og hegðunarraskanir hjá baminu þegar
það stækkar. Áhrif amfetamínneyslu
hafa lítið verið rannsakaðar og er það
fyrst og fremst vegna þess að sjaldnast
er um að ræða neyslu þess eingöngu,
heldur er það oftast notað ásamt öðrum
efnum.
Kókaín
Er örvandi efni eins og amfetamín en
neysla þess er útbreiddari í heiminum
og afleiðingar þess því þekktari. Það er
til í tvenns konar formi, duft og kristall-
ar -svokallað krakk, sem er miklu sterk-
ara en duftið og eru afleiðingar þess því
mun alvarlegri (Craig, 2001). Neysla
kókaíns hefur aukist talsvert hér á landi
hin síðari ár og þá í duftformi, krakk er
nánast óþekkt hér (SÁÁ, 2006).
Afleiðingar kókaínneyslu á með-
göngu hafa verið rannsakaðar töluvert
og eru taldar hafa ýmis skaðleg áhrif
á fóstur og útkomu meðgöngu. Líkt og
amfetamín veldur kókaín æðasamdrætti
og háum blóðþrýstingi og þar með
minni súrefnis- og næringarefnaflutn-
ingi til fóstursins. Kókaín veldur einnig
æðasamdrætti hjá fóstrinu, háþrýstingi
og hröðum hjartslætti. Það er talið valda
samdrætti í leginu og þar með auka
hættu á fósturláti og fæðingu fyrir tím-
ann. Aðrar afleiðingar eru aukin tíðni
utanlegsþungana, rof á belgjum fyrir
tímann og legvatnsleki í kjölfarið og
fylgjulos. Fjölmörg önnur atriði eru
nefnd, s.s. áhrif á heila- og taugakerfi
fóstursins; heilablæðing og drep í heila,
vaxtarskerðing heila sem leiðir til minnk-
aðs höfuðummáls. Aðrir þættir eru vaxt-
arseinkun, vanskapanir á t.d. þvagfær-
um, meltingarfærum og hjarta. Einnig
er vöggudauði tíðari, svo og atferlis- og
hegðunarraskanir hjá barninu síðar meir
(Craig, 2001; Gilbert, 2007; Huestis og
Choo, 2002). Gilbert (2007) talar einn-
ig um að kókaínneysla föður skömmu
fyrir getnað auki líkur á afbrigðileika
hjá baminu.
Ópíöt
Hér er einkum um að ræða morfín
og heróín og em það hinir svonefndu
sprautufíklar sem nota þessi efni en það
eru venjulega þeir einstaklingar sem eru
lengst leiddir í neyslunni og orðnir mjög
veikir af fíkn. Neysla heróíns er talsvert
útbreidd í Evrópu en nánast óþekkt á
íslandi. Þau efni sem sprautufíklar nota
hér eru aðallega amfetamín, kókaín og
morfín, sem er þá oftast Contalgintöflur
sem búið er að leysa upp (SÁÁ, 2006).
Þessi efni era mjög skaðleg fyrir fóstrið
og era mörg atriði sem rannsakendur
telja afleiðingar neyslu þeirra, það era
t.d. fósturlát, fylgjulos, rof á belgjum
fyrir tímann, vaxtarskerðing fósturs og
lág fæðingarþyngd, meðgöngueitrun,
fósturdauði, nýburadauði og vöggu-
dauði, blæðing eftir fæðingu, öndunar-
erfiðleikar hjá nýburanum og fráhvarfs-
einkenni ef móðirin er enn í neyslu við
fæðingu, einnig er talað um skaða á mið-
taugakerfi, vitræna skerðingu og hegð-
unarvandamál (Craig, 2001; Gilbert,
2007). Fóstrinu getur verið hætta búin
Ljósmæðrablaðið desember 2007 45