Ljósmæðrablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 51
var almennur áhugi fyrir því hjá heilsu-
gæslustöðvunumi. Byrjaði hópurinn því
að starfa inn á Miðstöð Mæðraverndar
sem stofnuð var árið 2000 og fyrstu
konurnar komu í mæðravernd þar. Tóku
þær við konum sem voru langt komnar í
rneðgöngu þannig að starfsemin byrjaði
fljótlega á fæðingum. Fyrsta barnið hjá
MFS hópi II fæddist þann 07.12.2000
°g tók Margrét Guðmundsdóttir á móti
Því ( Árdís Ólafsdóttir munnlega heim-
ild, 3. maí 2007).
Hugmyndin var upphaflega að hann
starfaði aðeins öðruvísi en fyrri hóp-
urinn eða eftir „one-to-one” hugmynda-
fræðinni sem felur í sér að konan hefur
emn umönnunaraðila í gegnum barn-
eignarferlið, en hætt var við það meðal
annars vegna þess að það kerfi þótti of
dýrt í rekstri, auk þess sem ljósmæðr-
unum fannst almennt bindingin vera of
mikil. Fljótlega, eða í maí árið 2001,
störfuðu þessir tveir hópar því á svip-
aðan hátt og voru svo síðar sameinaðir
(Ardís Ólafsdóttir, 2005).
Árið 2000 var ákveðið að færa mæðra-
vernd kvennadeildar Landspítalans út
1 heilsugæsluna, Heilsugæsla höfuð-
horgasvæðisins var sett yfir reksturinn
°S Miðstöð mæðravemdar var eins og
áður sagði stofnuð. MFS einingin fékk
góða aðstöðu þar til mæðraskoðunar,
voru með tvær skoðunarstofur til afnota
Sem að voru innréttaðar í anda MFS
e'njngari nnar.
í nóvember árið 2000 var Hreiðrið
a kvennadeild Landspítalans opnað.
fiugmyndin var sú að allar heilbrigðar
k°nur gætu fætt þar og legið sæng-
nrfegu en þróunin varð sú að nær ein-
Ullgis konur í MFS kerfínu fæddu þar
en öllum eðlilega fæddum konum stóð
hl boða að liggja þar stutta sængurlegu.
Hreiðrinu eru tvær fæðingarstofur sem
Clu útbúnar með stórum potti, hjóna-
numi og sér klósetti og sturtu. Einnig
e,u 5 fjölskylduherbergi sem eru útbúin
yneð hjónarúmi og aðstöðu til að sinna
urninu. Þar stendur fjölskyldunni til
°ða að dvelja í sólahring áður en farið
er heim í heimaþjónustu ljósmóður.
Hópamir tveir sem stöfuðu innan MFS
eniingarinnar voru sameinaðir árið 2003.
‘L'r Ijósmæður sem stöfuðu í honum voru
þ‘e> Rannveig Matthíasdóttir, Guðlaug
úlsdóttir, Jóhanna Hauksdóttir, Margrét
uðmundsdóttir, Sigurborg Kristins-
óttir, Greta Matthíasdóttir, Ragnhildur
eynisdóttir, Elín Hjartardóttir og Anna
h'ðvaldsdóttir
Starfsemi MFS jókst með hverju ári,
3r|ð * 995 voru um 100 fæðingar í MFS
einingunni en árið 2005 voru þær orð-
nar 308. Eftirspurnin var mikil, jókst frá
ári til árs og urðu ljósmæðumar að vísa
mörgum konum frá eða um 30 konum á
mánuði. Á sama tíma var farið að bera á
gagnrýni frá samfélaginu um að aðeins
útvaldar konur fengju svona góða þjón-
ustu og að verðandi foreldrum væri mis-
munað. í frétt í Morgunblaðinu bendir
Hildur Harðardóttir fæðingarlæknir t.d.
á að það vanti fleiri valkosti í mæðra-
vemdina í líkingu við MFS eininguna,
þar sem eingöngu heilbrigðar konur fái
þjónustu MFS og það hafi einmitt verið
gagnrýnt að aðeins heilbrigðar konur
fengu bestu þjónustuna sem veitt væri
á kvennadeildinni. Það hafi verið talað
um að stofna fleiri einingar svipaðar og
MFS í Ijósi þess að 30 % kvenna detta
út úr MFS annað hvort í meðgöngu eða
í fæðingu því þær þurfa á sérhæfðri
aðstoð sem ljósmóðir getur ekki veitt
ein. Þetta mætti leysa með því að hafa
teymi lækna og ljósmæðra svipað að
uppbyggingu og MFS og væm læknar
teymisins á vakt fyrir sitt teymi. Hún
áréttar að það sé ekki síður mikilvægt að
konur í áhættumeðgöngu fái samfellda
þjónustu á meðgöngu, í fæðingu og í
sængurlegu („Fagleg sjónarmið verða
að ráða ferðinni”, 2000).
í áðurnefndri rannsókn af reynslu
foreldra af samfelldri þjónustu MFS
einingarinnar kom fram að foreldrum
fannst keifið vera falið og frekar óað-
gengilegt. Einnig fundu þeir foreldr-
ar sem fluttust úr þjónustunni vegna
vandamála á meðgöngunni eða í fæð-
ingu fyrir vonbrigðum sem að stöfuðu
af því að væntingar þeirra til þjónust-
unnar brugðust vegna tilkomu flutnings-
ins (Auður E. Jóhannsdóttir, Guðrún
Björg Þorsteinsdóttir, Halla Skúladóttir
og Ingibjörg Hreiðarsdóttir, 2000).
Ljóst var að breytinga þurfti við og
sammæltust margir um það en minna
varð úr framkvæmdum, enda ekki allir
sammála um hvemig þær ætti að fram-
kvæma. Að margra mati var þörf á að
auka frekar þjónustu MFS og þá að allar
bamshafandi ættu kost á slíkri þjónustu.
Þann 8. desember árið 2005 var MFS
ljósmæðrunum svo tilkynnt af yfirmönn-
um kvennasviðs LSH að leggja ætti niður
MFS eininguna haustið 2006. Einhver
óformlegur aðdragandi var búinn að
vera að þessari breytingu og umræða í
gangi alveg frá árinu 2003. Ljósmæður
MFS einingarinnar vom beðnar að ræða
þessa ákvörðun ekki opinberlega að svo
stöddu en fljótlega lak þetta til fjölmiðla
(Gréta Matthíasdóttir og Bergrún Svava
Jónsdóttir, munnleg heimild, 24. apríl,
2007). I lok desember 2005 kom grein í
Blaðinu þar sem að rætt var við Margréti
I. Hallgrímsson sviðstjóra/ yfirljós-
móður á kvennadeild og Guðlaugu
Einarsdóttur formann Ljósmæðrafélags
íslands um þessar breytingar. Margrét
talaði þar um að samkvæmt yfirvofandi
breytingartillögum ætti að fela heilsu-
gæslunni alfarið umsjón með þessari
samfelldu þjónustu og kaus hún að tala
ekki um eiginlega niðurfellingu á MFS
heldur um ákveðna framþróun á þjón-
ustunni. Hún sagði að nú væru allar
heilsugæslustöðvar komnar með ljós-
mæður og að heilsugæslan legði mikinn
metnað í samfellda þjónustu. Einnig
talaði hún um að breytingin hefði það í
för með sér að opna ætti Hreiðrið meira
fyrir eðlilegum fæðingum. Að þar ætti
að opna fæðingareiningu fyrir eðlilegar
konur sem væru ekki í áhættu og ætl-
uðu sér að fæða án mænurótadeyfingar.
Guðlaug Einarsdóttir sagðist hinsvegar
líta á þessa ákvörðun sem afturför frek-
ar en framþróun og ítrekaði að hvorki
henni né félaginu hefði borist neinar
tilkynningar um hvað fælist í breyting-
unum né hvað ætti að taka við („MFS-
einingu lokað á Landspítala, 2005).
í byrjun janúar 2006 var send út
fréttatilkynning sem var birt í frétta-
blaðinu frá Reyni Tómasi Geirssyni,
sviðsstjóra lækninga og Margréti
Hallgrímsson, sviðstjóra hjúkrunar á
kvennasviði Landspítalans þess efnis að
leggja ætti niður MFS eininguna. Þar
kom fram að fæðingarþjónustan á höf-
uðborgarsvæðinu hafi verið nær óbreytt
síðustu 10 ár. Að fæðingardeildin væri
í byrjun síðasta áratugar, eins og nú,
stærsti fæðingarstaður landsins með
2500 til 2800 fæðingar á ári. í grein-
inni kom fram að fæðingarheimilið hafi
verið sameinað fæðingardeildinni 1994
og lokað endanlega 1995. Þar höfðu
verið 300-500 fæðingar síðustu árin.
Sagt var frá því að á þessum tíma hafi
víða í nágrannalöndunum verið komið
á nýju þjónustuformi til að tryggja að
konur hittu í sem mestu mæli einn eða
tvo aðal umsjónaraðila í mæðravernd,
í fæðingu og í sængurlegu. I greininni
kom einnig fram að þessu hafi verið
ábótavant hér, því hafi barnshafandi
konur oft hitt óþarflega margt fagfólk í
mæðravemdinni og enn aðra þegar kom
að fæðingu og sængurlegu. Til að bæta
úr þessu hafi MFS einingin verið stofn-
uð. I greininni tala Margrét og Reynir
um að þessi nýja þjónusta hafi strax
orðið vinsæl og að þá hafi hún að miklu
Ljósmæðrablaðið desember 2007 51