Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 4

Akranes - 01.07.1958, Blaðsíða 4
kjörtímabil í röð. Reynt er að hafa dreif- ingu hinna kjömu fulltrúa sem jafnasta eftir hnattstöðu (23. grein), þannig að ákveðin svæði jarðar eigi jafnan fulltrúa í ráðinu, t. d. Evrópa, Suður-Amerika, svæðið við austanvert Miðjarðarhaf o. s. frv. Ráðið hefur aðsetur á Aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna og starfar allt árið. Forsetinn getur kvatt það saman hvenær sem þurfa þykir og hvar sem er. Fulltrú- amir skiptast á um að sitja í forsæti, einn mánuð hver. Hver meðlimur ráðsins hefur að nafni til eitt atkvæði, en í reyndinni verður það svo, að neitunarvald fastafulltrúanna (,,stórveldanna“) gerir heldur lítið úr at- kvæðrnn hinna sex fulltrúanna í ölhun málum, sem ekki lúta að fundarsköpum og starfstilhögun ráðsins. Lögmætur meiri- hluti við atkvæðagreiðslur er sjö atkvæði, og gildir hann þegar um fundarsköp ræð- ir, en í öðmm málum er sjö atkvæða meirihluti gagnslaus, ef eitthvert „stór- veldanna“ greiðir atkvæði gegn honum. Þannig er eitt atkvæði „stórveldis“ þyngra á metunum en samanlögð tíu atkvæði hinna ríkjanna, ef því er að skipta, og em þess mörg dæmi i sögu ráðsins. Hér er þó sú undantekning, að eigi „stórveldi“ aðild að ákveðnu deilumáli má það ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um málið, nema til umræðu séu þvingunarráðstaf- anir gegn þvi sjálfu. Þannig getur ráðið alls ekki samþykkt neinskonar þvingunar- aðgerðir gegn „stórveldimum“ fimm. í þessum efnum má segja að reglan sé sú, að stórþjófamir sleppa, en smáþjófunum er refsað. Fordæmi þessa fyrirkomulags var hjá Þjóðabandalaginu, en i 5. grein sáttmála þess var kveðið svo á, að ályktanir yrðu því aðeins gerðar á þingi bandalagsins, að til kæmi einróma samþykki allra meðlima, sem fund sætu. Þessi regla gilti þó ekki 140 um fundarsköp. Má það vera hverjum manni ljóst, að þessi málaskipan stóð bandalaginu mjög fyrir þrifum. Þegar stofnskrá Sameinuðu þjóðanna var samin í San Fransisco 1946 urðu heit- ar deilur tnn neitunarvaldið. Það varð ljóst eftir Jalta-ráðstefnuna, að „stórveld- in“ mimdu ekki una við neitt minna en neitunarvald í ákveðnum málum innan öryggisráðsins. Flest ríkin sem undirrit- uðu stofnskrána voru andvig ákvæðinu um neitunarvald. Rússar vildu hinsvegar gera neitunarvaldið mun viðtækara en raun varð á. Eftir að hin „stórveldin" höfðu gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að enginn meðlimur öryggisráðsins gæti hindrað það, að deilumál væri tekið fyrir í ráðinu og að deiluaðili fengi tækifæri til að tala máli sínu þar, var ákvæðið loks samþykkt með þrjátíu atkvæðum gegn tveimur, en fimmtán sátu hjá. Var þá sýnt orðið, að ekki tjóaði að ganga í ber- högg við kröfur „stórveldanna“ um sér- stöðu, ef gera átti Sameinuðu þjóðirnar að veruleik. Ákvæðin um atkvæðagreiðslur í örygg- isráðinu (27. grein) eru heldur þoku- kennd, einsog margt annað í stofnskránni, og hefur það leitt til margvíslegs ágrein- ings. Er helzt um það deilt, hvaða mál séu þannig vaxin, að „stórveldin“ geti ekki beitt neitunarvaldi þegar mn þau er fjall- að. Sá ágreiningur hefur verið leystur með atkvæðagreiðslu þarsem „stórveldin“ máttu beita neitunarvaldi! Einnig hefur stundum leikið vafi á því hvenær „stór- veldi“ sé aðili að deilumáli, og veldur það ýmsum erfiðleikum. Sennilega hefði sú ráðstöfun Rússa að senda „sjálfboðaliða“ til Súez haustið 1956, einsog þeir hótuðu, ekki haft nein áhrif á þátttöku þeirra i atkvæðagreiðslum Öryggisráðsins um Sú- ez-málið. Hinsvegar gátu Bretar og Frakk- ar ekki beitt neitunarvaldi í því máli. AKRANES j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.