Akranes - 01.07.1958, Side 6

Akranes - 01.07.1958, Side 6
Kína verði ekki tekin til umræðu á þessu þingi“. Hingað til hafa þeir fengið þessu framgengt með stuðningi ríkjanna í Suð- ur-Ameríku og ýmissa rikja í Evrópu, Astralíu og Asíu. Þessi málsmeðferð hefur skapað mikla og óþarfa erfiðleika og dreg- ið úr áhrifamætti Sameinuðu þjóðanna, þarsem fjölmennasta ríki jarðarinnar er haldið utanvið þær með rangindmn. Mikið hefur verið um það rætt síðustu árin, að afnema beri neitunarvaldið eða breyta ákvæðum stofnskrárinnar um það. Var meðal annars reynt að fá það sam- þykkt á AUsherjarþinginu, að beiting neitunarvaldsins eða yfirvofandi notkun þess væri í vissum tilviktun ósamrýman- leg grundvallarreglum Sameinuðu þjóð- anna og yfirlýstum vilja stofnendanna. Aðrir reyndu að koma á föstum venjum um það, að neitunarvaldinu væri ekki beitt nema brýnustu nauðsyn bæri til. öll slík viðleitni hefur auðvitað reynzt gagnslaus. „Stórveldin“ kæra sig ekki um að missa „hlunnindin“, og það er mergur- inn málsins. Forréttindi þeirra í öryggis- ráðinu fela meðal annars í sér áframhald- andi „valdajafnvægi“ í heiminum: komm- únistaríkin eru í miklum minnihluta í Sameinuðu þjóðunum, en neitunarvald Rússa tryggir þeim í vissum skilningi jafn- rétti við lýðræðisríkin og stuðlar þannig að varðveizlu friðarins, þó þetta kunni að hljóma dálítið kynlega. Það er nefnilega rétt, sem bent hefur verið á: ef hægt er að afnema neitunar- valdið, er ekki lengur nein ástæða til að afnema það, því þá er hin nauðsynlega eining „stórveldanna“ fyrir hendi og neit- unarvaldinu verður ekki beitt. Málsmetandi menn, einsog t. d. Spaak framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, hafa lagt til, að neitimarvaldið verði afnumið, allir lögbvjótar reknir úr Sam- einuðu þjóðunum og alþjóðlegur her stofn- aður. Næði þetta fram að ganga mundi það leiða til klofnings samtakanna, og uppiir þvi risi svo önnur stofnun, „Sam- einaðar þjóðir“ i nýrri mynd, sem hefði það að markmiði, að berjast gegn komm- únismanum og öðrum einræðisöflum. Hún yrði þvi ekki neitt frábrugðin öðrum vestrænum varnarbandalögum. Slíkar tillögur eiga rætur í hreinni ósk- hyggju, þær eru alls ekki studdar raun- sæju mati á ástandinu i heiminum. Það er engum vafa bundið, að mikill fjöldi ríkja, þeirra á meðal flest ríki Asíu og Afríku, mundi neita aðild að „Sameinuð- um þjóðum“, sem hefðu verið „hreinsað- ar“ með þessu móti. Eina færa leiðin virðist einsog stendur vera sú að varð- veita ríkjandi skipulag með öllum sín- um annmörkum og reyna síðan eftir megni að „endurbæta" það innanfrá. Ég benti á það hér að framan, að ör- yggisráðið hefði meiri völd en nokkur önnur alþjóðastofnun í sögunni. Að sjálf- sögðu er þetta vald þvi aðeins fyrir hendi, að meðlimirnir leggist á eitt um að færa sér það i nyt. Valdið er með öðrum orð- um bundið því skilyrði, að neitunarvald- inu sé ekki beitt. Á þessu hefur orðið mik- ill misbrestur einsog dæmin sanna. Að- eins einusinni hefur öryggisráðið skorizt alvarlega í leikinn á örlagastund, í Kóreu- stríðinu. Saga þessa máls var lærdómsrík og leiddi til breyttra vinnubragða hjá Sam- einuðu þjóðunum. Skal hún því rakin hér stuttlega. Fulltrúi Rússa var fjarverandi þegar öryggisráðið skarst í leikinn í Kóreu í júní 1950 og sendi þangað herlið. Hann tók aftur sæti í ráðinu 1. ágúst sama ár. Þótti þá sýnt, að öryggisráðið mundi ekki verða þess umkomið í framtíðinni að skakka leikinn í ófriði, ef eitt „stórveld- anna“ beitti neitunarvaldinu. Kóreu-stríð- ið opnaði með öðrum orðum augu manna 142 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.