Akranes - 01.07.1958, Side 8

Akranes - 01.07.1958, Side 8
gegnt skyldu sinni skjótt og með ein- beitni, ef Öryggisráðinu er aftrað frá að- gerðum“. Eftir langdregnar og heitar mnræður var ályktunin loks samþykkt með 52 at- kvæðum gegn 5 (Sovétríkin, Hvíta-Rúss- land, Okraina, Pólland og Tékkóslóvakía), en 2 sátu hjá (Argentina og Indland). Ályktunin var í þremur meginliðum: 1) Heimilt var að kveðja Allsherjar- þingið til aukafundar með 24 klukku- stunda fyrirvara samkvæmt tillögu sjö meðlima öryggisráðsins eða samkvæmt beiðni meirihluta meðlima Sameinuðu þjóðanna, ef öryggisráðið gæti ekki gegnt skyldu sinni vegna ósamkomulags „stór- veldanna“ í málum sem vörðuðu ófriðar- hættu, friðrof og árásir. Sett skyldi upp sérstök „friðareftirlits- nefnd“, þarsem fulltrúar 14 rikja ættu sæti, þeirra á meðal fimm fastafulltrúar öryggisráðsins. Þessi nefnd skyldi starfa í þjónustu Allsherjarþingsins, fastanefnd- ar Allsherjarþingsins eða öryggisráðsins, eftir því sem aðstæður leyfðu, og átti hún að hafa eftirlit með svæðmn þarsem við- sjár gætu leitt til ófriðar og gefa skýrslur um ástandið þar. Meðlimaríkin voru beðin að hafa jafn- an til taks nokkum hluta af herstyrk sínum, ef Sameinuðu þjóðimar þyrftu á honum að halda, og jafnframt var sett upp sérstök nefnd hemaðarsérfræðinga, sem skyldi veita ríkisstjómum meðlimaríkj- anna tæknilegar leiðbeiningar. Þá var sett á laggimar „nefnd sameiginlegra ráð- stafana“ með 14 meðlimum, og skyldi hún kynna sér og bera fram tillögur um leið- ir til að efla heimsfriðinn. 2) Allsherjarþingið mæltist til þess, að öryggisráðið gerði nauðsynlegar ráðstaf- anir til að tryggja það, að ákvæði stofn- skrárinnar, og þá einkum V, VI, og VII kafli, væm haldin í sambandi við ófriðar- hættu, friðrof og árásir. Ennfremm- mælt- ist Allsherjarþingið til, að öryggisráðið kæmi því til leiðar, að 43., 45., 46. og 47. grein stofnskrárinnar kæmi til fram- kvæmda (þar er rætt um skyldur með- limaríkjamna til að veita öryggisráðinu aðstoð við varðveizlu friðarins, m. a. með herliði, leyfi til yfirferðar o. s. frv.). 3) Allsherjarþingið lagði til, að fasta- fulltrúar öryggisráðsins kæmu saman og ræddu sín á milli eða við fulltrúa ann- arra ríkja öll þau vamdamál, sem líkleg væm til að ógna heimsfriði eða hindra störf Sameinuðu þjóðanna. Að sjálfsögðu er 1. liður þessarar álykt unar langmikilvægastur, enda urðu rnn hann harðar deilur. Meirihlutixm hélt þvi fram, að getuleysi öryggisráðsins til að rækja meginskyldu sina, sem m. a. hefði komið fram í því, að neitunarvald inu hefði verið beitt • um 50 sinnum fyrstu fimm árin, leiddi til þess, að Alls- herjarþingið yrði að taka á sig þær skyld- ur sem stofnskráin legði því á herðar, en þær væm t. d. að koma með raunhæfar tillögur í öllum málum, nema þeim deilu- málum, sem öryggisráðið væri að fjalla um. Minnihlutinn með Rússa í broddi fylk- ingar hélt þvi fram, að ályktunin miðaði að því að létta allri ábyxgð af öryggis- ráðinu og strika yfir þá meginreglu að samkomulag yrði að vera milli „stórveld- anma“. Væri hér verið að þröngva vilja meirihlutans uppá minnihlutann, sem hingað til hefði beitt neitimarvaldinu í sjálfsvöm. 1 rauninni felur ályktunim ekki annað í sér en það, að Allsherjarþinginu er heim- ilt að skerast í leikinn, þegar öryggisráð- ið er lamað vegna ágreinings „stórveld- anna“, og leggja fram tillögur til lausnar, m. a. tillögur um að beita hervaldi. Ályktunin kom fyrst til framkvæmda 144 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.