Akranes - 01.07.1958, Side 13

Akranes - 01.07.1958, Side 13
dóttir, Sesselja Jóhannesdóttir og Svava Finsen, allar húsfreyjur, tvær hér á Akra- nesi og ein í Reykjavík. Svava var síðust í röð fermingarsystranna, og segja má, að síðast alls hafi verið ,að hann lagði hönd sína á höfuð henni, dóttur eins síns bezta vinar, Ólafs Finsen, læknis, og ná- ins samstarfsmanns um fjölda ára í marg- háttuðum störfum fyrir fólkið á Akra- nesi og aðliggjandi byggð. Eftir ferming- una fór séra Jón heim til hans til að sam- gleðjast fjölskyldunni. En nú var að því komið, að ferillinn væri allur í þessu lífi. Þar heima hné hann niður meðvitundar- laus og tæpri viku síðar, 22. maí, var hann látinn í rúmi sínu heima í Guðrún- arkoti, 63 ára gamall. 1. júni var hann fluttur heim að Görðum til hinztu hvílu. Yfir moldum hans talaði, meðal ann- arra, vinur hans og bekkjarbróðir, séra Kristinn Daníelsson, er setið hafði við hlið hans við sama borð á námsárunum og síð- ar orðið jafn náinn samstarfsmaður hans fyrir Guðs og kirkjunnar málefni. „Þar sem góðir menn fara, eru Guðs- vegir“. Vegur Guðs hggur ekki alltaf — og sjaldnast — þar, sem háreystin á heima heldur ekki í þvi, sem hátt sýnist, stórt og eftirsóknarvert með skammsýnum aug um. Jesús Kristur sagði: „Sælir eru hjarta- hreinir, — sælir eru friðflytjendur, — sælir eru hógværir. Þeir munu landið erfa“. Séra Jón Sveinsson hefur að sjálf- sögðu iðulega lesið þessi orð. Og hann lagði út af þeim og benti á veginn, sem beztur er, ungum og eldri í þessu lífi. Sjálfur gekk haann þann veg meðal safn- aða sinna, hjartahreinn, friðflytjandi, hóg- vær. Hann gekk á Guðs vegi, hann var góður maður. Kona séra Jóns, Halldóra Hallgríms- dóttir, lifði nokkur ár eftir lát manns sins. Hún lézt i Guðrúnarkoti 19. fehrúar 1928. Söfnuðir kirkna séra Jóns í Garðapresta- kalli blessa minningu þeirra beggja. Akranesi, 11/9 1958. Jón M. Guðjónsson. 1 tilefni af aldarafmæli séra Jóns Sveins- sonar, ánöfnuðu afkomendur hans og nán- ir vandamenn hyggðasafninu í Görðum ýmsa muni, er hann átti: Skrifborð og skrifborðsstól hans, handbækur hans, ýmiss skjöl og einkabréf, bækur o.fl. Ánýja ég þakklæti, f. h. byggðasafnsins, til gefendanna, niðja hans og tengdason- ar, og bið þeim blessunar í bráð og lengd. 7. M. G. ----------------------------------------------------------- Vöruhappdrcelli 5. Ó. “8. S. Á árinu 1959 verður dregið um 5000 vinninga að f járhæð alls kr. 7.800.000.00 öllum hagnaöi er vari'Ö til nýbygginga í Reyhjalundi, en sú stofnun er víÖ- kunnasta örorkuheimili, sem reist hefir veriö á Norðurlöndum fyrir öryrkja af öllum stéttum þjóÖfélagsins. Styðjum Reykjalund, óskabarn íslendinga. AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.