Akranes - 01.07.1958, Síða 15

Akranes - 01.07.1958, Síða 15
Pétur Ottesen þegar fastur í sessi, að hann var sjálfkjör- inn við allar næstu kosningar til 1927. Það kom fljótt í ljós, að Pétur var verður þessa trausts og brást því ekki. Hann var greindm’ í bezta lagi, góðvilj- aður, harðduglegur og fylgmn sér. Þéttur fyrir, og enginn vafði bonrnn um fingur sér. F\nst litu einstaka menn á þingbekkj- um homauga til þessa yngsta þingmanns, og færðu honum ýmislegt til foráttu. Hann væri þröngsýnn, nirfill á fjárútlát og í mörgum tilfellum afturhaldssamur og stirfinn. Þetta álit á Pétri stóð ekki lengi. Hann lagði alla sál sína í starfið, því að öll yfir- borðsmennska var honum fjarlæg. Hann fyllti því þingsæti Borgfirðinga með mikl- um sóma, svo að eftir var tekið og metið. Hann átti þvi fljótlega svo mikilli virð- ingu og vinsældum að fagna meðal þing- heims, að almennt var viðurkennt, hvar sem menn stóðu í flokki. Heima í hér- aði jukust og vinsældir hans og með ári hverju og máh, sem liann tók föstum tökum og leysti, bæði fyrir hérað sitt og einstaklinga, hvar í flokki sem þeir stóðu. Hann gerði ekkert með hangandi hendi, eða sér til afsökunar. Hann var eklá ánægður nema að hafa leyst hvers mamis vanda, væri það gjörlegt á annað horð. Árið 1916 var allt héraðið svo til vega- laust. Þá var Flóavegurinn hér kominn 151 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.