Akranes - 01.07.1958, Side 18

Akranes - 01.07.1958, Side 18
lýsir með þvi á leið samferðamannaima meira en almennt gerist. Þessi maður er Guðlaugur Sigurðsson, innheimtumaður i Keflavík. Snemma hófst basl og barátta. Guðlaugur er fæddur á Álftá í Hraun- hreppi í Mýrasýslu 1. ágúst 1897. For- eldrar hans voru Sigurður Eiríksson, bóndi þar, og kona hans, Sigríður Gísladóttir. I bókinni „Bóndinn á Heiðinni“ eftir Guð- laug Jónsson, er nokkuð minnzt á forfeð- ur Guðlaugs í kaflanum „Tjaldbrekku- bændur á bls. 66—69. Afi Guðlaugs og eitthvað af sonum fóru til Ameríku og dó afi hans þar í hárri elli. Faðir hans dó, þegar Guðlaugur var á fyrsta ári, svo að snenuna fékk hann að reyna andgust lífsins, en hann átti góða móður, sem gaf honum gott veganesti og bað fyrir homun. Þegar Guðlaugur var 5 ára flutti móðir hans vestur á Hellis- sand og var hann þar með henni til n ára aldurs. Þar átti hún að ýmsu leyti erf- iða daga, en sem samhliða hafa líklega haft djúptæk, mótandi áhrif á viðhori Guðlaugs til lifsins. Þá fluttust þau aftur suður á Mýrar, og fór Guðlaugur þá að Vogalæk til Steinvarar móðursystur sinnar og var þar til 17 ára aldurs og leið þar vel. Raunverulegur öryrki frá fæðingu. Nú þurfti að gera sér grein fyrir ein- hverri atvinnu til frambúðar. Það var 1914, er Guðlaugur hugðist leita til sjáv- arins og lagði land undir fót til Keflavik- ur. Þar réðst harrn til sjóróðra hjá Einari Einarssyni koparsmið. Þar var hann við sjóróðra í 6 vertíðir, en vann í sveit á sumrin. Við volkið á sjónum kom fljótt í ljós, að Guðlaugur gekk ekki heill til skóg- ar. Hann hafði mikla löngun til hvers konar vinnu, sem einhver árangur sæist af, því hann langaði umfram allt að kom- ast af á eigin spýtur fyrir eigin verðleika. Kuldinn og vosbúðin hentaði ekki heilsu hans. Hann fann að við svo búið mátti ekki standa, hann yrði að leita sér ann- arrar atvinnu, þvi að nú var hann farinn að liggja riunfastur við og við. Seinna komust læknar að því, að líklega mundi Guðlaugur hafa verið með asma allt frá fæðingu, og þá líklega erft hann allt frá þvi hann var í móðurkviði. Skósmíðanám. Með hliðsjón af því, sem að framan er sagt, tók Guðlaugur sér fyrir hendur að læra skósmíði, og var það gert með hlið- sjón af því, að það starf hentaði betur heilsu hans. Námið stundaði Guðlaugur um 2 ára skeið hjá Gunnari Árnasyni, skósmið í Keflavík. Að þvi loknu fluttist hann á fomar stöðvar að Hofstöðiun i ÁJftaneshreppi. Það var Guðlaugi mikil happaför, þvi að þar kynntist hann konu sinni, Elísabetu Jónsdóttur, fósturdóttur hjónanna þar, Jóns Samúelssonar og Sess- elju Jónsdóttur. Þama var Guðlaugur til ársins 1924, er hann kvæntist Elisabetu og fluttist vestur á Hellissand. Þar sat hann svo við simi lest í 21 ár, en hafði samhliða skóútsölu fyrir Láms G. Lúðvígsson í Reykjavík. Langvinnt stríð við skæða veiki. Asminn leitaði æ meira á, engin með- ul komu að gagni. Guðlaugur varð oft frá vinnu og lá stundum rúmfastur, þótt hann streittist af lífs og sálar kröftum 154 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.