Akranes - 01.07.1958, Page 19

Akranes - 01.07.1958, Page 19
á móti þessum mikla vágesti, hefðu og líklega margir látið bugast og lagzt í rúmið fyrir fullt og allt, en það var Guð- laugi ekki að skapi. Hann gat ekki unnið, þó það væri gert, lækna var leitað langt og skammt, meðul voru sótt og mikið notuð. Þau komu að engu gagni, en kosutðu mikið fé. Lækn- ar ráðlögðu ýmislegt, m. a. að leita sér léttrar vinnu úti við. Hana var ekki að fá á Sandi, og hvert átti þá að flýja. Nú var leitað í Njarðvíkur. Nú tóku þau hjón sig upp og fluttu suð- ur í Njarðvíkur, án þess að vita nokkuð hvað við tæki. Þar mættu þau fljótt göf- ugum manni og körskum, Karvel ög- mundssyni, vini þeirra að vestan. Karvel útvegaði þeim þegar húsnæði og var þeim hjálplegur sem mest mátti. Þar var þó ekki annað úrræði, en að grípa til skó- viðgerða. Það kom fljótt í ljós, að það þoldi Guðlaugur ekki, en stundaði þetta þó um 214 árs skeið. Enn varð að leita nýrra ráða eða gefast alveg upp á náðir hreppsfélagsins. Fyrr og nú kynntist Guðlaugur mörgu góðu fólki þama syðra. Fannst honum mikið til um það og vildi ógjarnan þaðan fara. Þama komst hann í kynni við Danival Danivalsson, sem ekki aðeins hvatti hann og léði honum ráð, heldur einnig nokkra peninga, til þess að hann gæti komizt yfir húsnæði og flutt sig til Keflavíkur, en þar var ef til vill hægara að finna atvinnu, sem betur hæfði manni sem raunverulega var óvinnufær. Trúin flytur f jöll. Hér hefur í örstuttu máli verið sögð ferðasaga lítillar fjölskyldu. Fjöiskyldu, sem stóð sem einn maður og braut sífellt heilann um, hvemig hjargast mætti án þess að verða öðrum til þyngsla og án þess að bíða tjón á sálu sinni. Móðir Guðlaugs lagði gnmdvöllinn að gæfu hans. Það gerði hún á sama hátt og með sama trúnaðartrausti sem íslenzkar mæður hafa gert um aldaraðir. Með því að helga Guði bamið í hænum sínum. Með því að kenna þeim heilræðin og brýna fyrir þeim að lifa eftir þeim. Hún sagði: „Mundu, að Guð hregzt aldrei, og að Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur“. Þetta var veganestið og allur auð- urinn, er Guðlaugur fór með frá móður sinni. Þessi fjársjóður hefur enzt Guðlaugi vel, og hefur verið leiðarsteinn hans og hjálparhella allt lífið. Á bamsárunum sá hann nóg af hervirkjum Bakkusar, svo að það varð homnn engin freisting að ganga honum á hönd. Ekki þarf að tala lengi við þennan hóg- væra, bjartsýna mann, til þess að finna hve hjónin em samrýmd og eitt í and- um. Hún er einnig trúuð kona með dul- ræna hæfileika, sem aldrei hafa hrugðizt þeim hjónrnn og orðið þeim til ómetan- legrar gleði, leiðbeiningar og blessunar. Henni hefur einmitt hlotnazt sú heill, að hafa á þennan hátt orðið mörgum að liði, bæði andlega og líkamlega. Þessi dulræna reynsla þeirra færði þeim áþreifanlega og að staðaldri heim sanninn um það, að líf væri eftir þetta líf, og að sambandið milli heimanna væri ekki eins torleyst, eins og sumir vildu vera láta. Hér verður ekki skýrt frá, hvemig þessu sam- bandi er háttað, en það er hjónunum til- tækt og áþreifanlegt. Hefur styrkt trú þeirra, leiðbeint þeim, með þvi að vara þau við, eða telja í þau kjark og fram- kvæma eitt eða annað, sem þeim hafði komið í hug, en verið rög við af ýmsum ástæðum. Þegar lífið var orðið lítt bærilegt á AKRANES 155

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.