Akranes - 01.07.1958, Side 21

Akranes - 01.07.1958, Side 21
ir, móðir og dóttir lifa saman í ást og eindrægni, styðjandi hvert annað í ein- ingu andans og bandi friðarins. Hann uppsker eins og hann sáir. Sá þarf vist að hafa nokkuð hjá sér, sem um tugi éra hefur innheimtustörf að atvinnu og gerir það að auðveldu og skemmtilegu lífsstarfi. Auk þess sem flest- ir taka fagnandi á móti „rukkaranum“ og greiða götu hans á alla vegu. Guðlaugur er undrandi yfir velvild fólksins í sinn garð. Hann er samningalipur, kurteis, prúður og góðviljaður. En hann er undr- andi yfir skilsemi fólksins og greiðasemi i sinn garð. Það kemur auðvitað fyrir, að fólk hefur ekki næga peninga við hend- ina, en það sýnir bezt sambandið milli innheimtumannsins og þess, sem á að gjalda, að Guðlaugur segir, að skuldarinn komi sjálfur til hans með greiðsluna, þeg- ar honum hefur áskotnazt skotsilfrið. Þetta er að rækja vel sín störf og hitta sjálfan sig fyrir. Þarna er á ferð einn af fáum, sem kann hin réttu tök. Sem ekki hefur anað hugsimarlaust hinn breiða veg lífsins án ábyrgðar og tillits til annarra manna. Hann hefur líka uppskorið ríku- legt lán — þrátt fyrir öll veikindin — innri frið og hamingju, sem gerir lífið í heild að eftirsóttri, frjórri lífsnautn, sjálfum sér og öðrum til gleði og blessunar. Hér sannast það, sem öllum er ekki jafn ljóst, að gott heimili, sem byggir á guðsótta og góðum siðum, eykur ekki að- eins hamingju þess, heldur er það eina tryggingin fyrir hamingju hennar og gengi. ól. B. Björnsson. AKRANES Vegna viðvarandi veikinda minna frá bvi í ágúst i sumar, kernur siSari hluti á. gangs- ins síSar en til var œtlazt. Ég biS kaupend- ur afsökunar á þessum drœtti. SömuleiSis biS ég marga kaupendur velvirSinga — af sömu ástœSum — aS nú verSur innheimt hjá þeim bæSi fyrir árin 1957 og '58. GleSilegt og farsœlt nýtt ár, meS þökk fyrir allan velvilja á liSnum árum. ÖL. B. BJÖRNSSON. _____________________________________ PÉTUR OTTESEN, ALÞINGIS- MAÐUR, SJÖTUGUR Fraxnhald af bls. 152 Ýmsar smærri gjafir bárust, svo og yfir 300 heillaskeyti. Ekki er hægt að skiljast svo við þetta mál, að ekki sé minnzt á Petrínu, konu Péturs, því óhugsandi er, að hann hefði getað afkastað svo víðtækum störfum sern raun ber vitni, nema fyrir afburða dugn- að og búhyggju konu hans. Ég bið þeim hjónum og fjölskyldu þeirra allrar blessunar og þakka alla tryggð og drengskap á liðnum árum frá fyrstu kynmun, sem ekki hófust fyrir alvöru fyrr en 1916. ól. B. Björnsson. 157

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.