Akranes - 01.07.1958, Side 26

Akranes - 01.07.1958, Side 26
Þórólfur Þá gengur fram á gólfið ungur sveinn: „I greindu máli Bjöm að reynist einn skal aldrei sannast, sakir þann veg standa,. ef sakir teljast, að minn faðir vanda á kost að leysa og leita fullra sætta. Að orðum Gríms mun Þórir hersir hyggja og hugleiða hve djúpir álar liggja á milli Fjarða og Fróns við Hvítárósa, með fullinn heiðri má hann griðin kjósa á milli stranda og stórra traustra ætta“. Svo falla Þórólfs orð og allir skilja: það eitt hann mælir, sem hér drengir vilja, við Skalla-Grím ei mega orðum etja, en allir vilja stórræðanna letja og hefnda á Austmanni sem útlend- ingi. Og Grímur sér þaxm kostinn vænstan vera að virða sonar ráð og hlut sinn gera svó stóran, að menn fái fregn að bera í Fjörðu þar, sem höldar komið skera, að láta boð sín heyrast þar á þingi. Nú skeður brátt hið mikla í þessum málum, sem menn þá tíðast vörðu og sóttu stálum, að bóndinn heima á Borg svo ríður hnúta, að Brynjólfur og Þórir honum lúta og fegnir mega fara hans að ráðum. Að fullu Bjöm hinn seki sæmdum heldur og sektardómur konungs niður felldur. Um ást og drengskap mun ei meiri saga, í minnum geymd né verður alla daga, — hún er ei til í sögn né sögum skráðum. Það tókust sættir austur djúpar unnir og ættartengsl og vegir bræðrum kunnir,. til Aurlands tíðum Þórólfs lágu leiðir, þar löngum vom Agli bekkir reiðir, — hjá Arinbirni aldrei þrutu tryggðir. 1 æðrnn vorum Aurlands blóð mim streyma, vér aldrei skulum Þóru hlaðhönd gleyma, um hana mætti meyjar ennþá dreyma, og minning hexmar Borgfirðingar geyma tnn allar sínar miklu breiðu byggðir. 162 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.