Akranes - 01.07.1958, Page 27

Akranes - 01.07.1958, Page 27
JÓN GlSLASON, fræðimaður: 1 RÍYKilYITIMGAR | Þættir úr borgfirzkri byggðasögu I. Sögustáður — Sögufrœgð. Reykholt í Borgarfirði er einn þekkt- asti sögustaður hér á landi. Frægð þess i íslenzkri sögu ber hæst af sögufrægð þeirra manna, sem þar hafa búið. Há- tindur þess er tími sá, er Snorri Sturki- son bjó þar. Enginn íslenzkur sagnaritari, hvorki fyrr né síðar hefur orðið eins frægur og hann. Sagnaritun Snorra Sturlusonar er einstæð, hvort heldur miðað er við ís- lenzkar aðstæður eða evrópskar samtíðar hans. Sagnaritun Snorra Sturlusonar er alíslenzk að allri gerð og anda. Hún er nátengd sunnlenzkum byggðum. Snorri ólst upp, eins og kunnugt er, í Odda á Rangárvöllum. 1 grennd við Odda var þró- aðasta félagskerfi landsins. Það er í aust- urhluta Ámessþings og vestast í Rangár- þingi. Þetta félagskerfi tóku Oddaverjar að nokkru til fyrirmyndar, þegar þeir byggðu upp valdakerfi sitt i Rangárþingi. Snorri Sturluson lærði fleira en sagna- ritun og þjóðleg fræði í Odda á upp- vaxtarárunum. Hann kynntist þar hér- aðsstjóm Oddaverja. Héraðsstjóm þeirra á 12. öld var langtum fremri annarra höfðingja hér á þeim tíma. Hún sam- einaði tvennt, hina upprunalegu héraðs- stjóm Sunnlendinga, sem komin var á í víðáttnmiklum hémðum, áður en alþingi var stofnsett, og hina kirkjulegu héraðs- stjóm, er varð til hér á landi eftir sam- þykkt tíundarlaganna. Þegar Snorri Sturluson hóf valdaferil sinn í Borgarfirði í byrjun 13. aldar, ætlaði hann sér vafalaust að koma þar á sams konar skipun og Oddaverjar vom búnir að koma á í Rangárþingi. Það er margt í sögu samtíðar hans, er bendir til þessa, og það er einnig hægt að styrkja þessa skoðun með rökum, sem leiða má af sögulegum staðreyndum síðari alda. Ég mun síðar í þessum greinum vikja að þessu. En kjami þessarar söguskoðunar verður að bíða betri tíma. Það dylst engum, sem les Sturlungu, að Snorri Sturluson mótaði um sína daga lífsskoðanir Borgfirðinga. Hann mótaði einnig félagsmál þeirra með héraðsstjóm sinni. Ég tel, að afleiðing þessa sé sú, að starf þeirra og atvinnuhættir urðu um langa framtíð líkari sunnlenzkum, en þeir voru fyrir daga hans. Að þessu mun ég einnig víkja síðar í sögurakningu þeirri, sem ég tek hér fyrir. Á valdatíma Snorra Sturlusonar í Borgarfirði vom eflaust margir fræðimenn á hans vegum i Reykholti. Hann þurfti mjög á slíkum mönnum að halda, sök- ARRANES 163

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.