Akranes - 01.07.1958, Side 28

Akranes - 01.07.1958, Side 28
um sagnaritunar sinnar og fræðistarfa. Þeir hafa unnið með honum að fræði- störfum hans og sagnaritun. Það er að vísu svo, að ekki er vitað um nöfn þess- ara manna nema eins. En það er einhver glæsilegasti sagnaritari landsins á þess- um tíma. En þar á ég við Styrmi hirm fróða Kárason, afkomanda Gissurar bisk- ups Isleifssonar í Skálholti. Hann er einn af merkustu rithöfundunum, sem mótaði Landnámu. Það er vitað, að hann endur- skapaði hana í byrjun 13. aldar. Ég tel hiklaust í samráði og samvinnu við Snorra Sturluson. Frá því er sagt í Landnámu, að Hróð- ólfur biskup var 19 ár í Bæ í Borgarfirði. Þegar hann fór þaðan urðu þar eftir munkar þrir. Þessi frásögn bendir sterk- lega til þess, að kirkjulegar menntir hafi þegar á 11. öld verið stimdaðar í Borgar- firði. Liklegt þykir, að Hróðólfur biskup hafi verið engilsaxneskur. Engilsaxar voru á þessum tima lang hezt menntaðir allra germannskra þjóða. Þeir voru þá orðnir miklir sagnaritarar og áttu talsvert af þjóðlegum hókmenntum á sinni eigin tungu. Líklegt þykir mér, að borgfirzkir menn hafi þegar á 11. öld numið af hin- um klerklegu mönnum í Bæ hæði lestur og skrift. Þar af leiðir, að borgfirzkir hændur hafa þegar í árdögun söguritunar hér á landi hafið ritim sagna og fróðleiks. Sagnamenntir hafa þvi verið til í Borgar- firði þegar Snorri Sturluson kom í Borg- arfjörð og hóf sagnaritun sina. Hann kom því til héraðs, sem átti sögulegar erfðir ritaðar. Þessar erfðir hefur hann hagnýtt í nýjum fræðum, sem hann mótaði á ný meðan hann var höfðingi Borgfirðinga. Borgarfjörður er því frá upphafi rit- aldar hér á landi sagnahérað. En er aldir liðu varð ekki síður stunduð þar sagnarit- im, heldur en fyrr á öldum. 1 Reykholti hafa alltaf verið merkir prestar, sem hafa gert garðinn frægan. En á 16. öld kom þangað prestur ættaður úr fjarlægri byggð. Hann reyndist hinn nýt- asti í öllu starfi og merkur prestur. Af- komendur hans sátu staðinn í tæp 200 ár og er það einsdæmi í kirkjusögu landsins. Þessi prestur varð og mikill ættfaðir horg- firzkra manna og urðu afkomendur hans, er stundir liðu sterkasti stofn horgfirzkra bænda. Þessir ættmenn héldu Reykholt með þeim glæsihrag, að stundum nálgað- ist þann ljóma er um staðinn er frá ár- dögun 13. aldar. Frá þessum ættmönnum ætla ég að segja hér í þessum greinum. Þeir eru oft fyrr á öldum kallaðir Reykhyltingar. Þyk- ir mér rétt að halda því nafni hér. Ég mun leitast við að byggja frásögn mína alla á þeim heimildum, sem ég veit traustastar og hef yfir að ráða. En ef mér verður eitthvað á í frásögn minni, vonast ég til, að þeir, sem kunnugri eru, sendi mér leiðréttingar. Sérstaklega langar mig til að komast í samband við borgfirzka menn, sem kunna betur skil en ég á ,sum- um þáttum horgfirzks atvinnulífs, sem koma munu við sögu. Þetta á þó sérstak- lega við Reykholtsdal og uppsveitir Borg- arfjarðar. Mim ég víkja að þessu um leið og tækifæri gefast. II. Tímamóta- og framfaramerm. Siðaskiptaöldin varð mikill mnbrota- tími í íslenzku þjóðlífi. Margt glataðist þá af menningarlegum erfðum, sem mik- il eftirsjá er í. En svo verður alltaf, þeg- ar mikið innrót verður, hvort heldur er í trúmálum eða þjóðmálum. Klaustrin hér á landi fóstruðu margt, sem varð mjög þjóðlegt og styrkti slíka menningu í land- inu. Þau urðu henni til uppbyggingar á margan hátt. Þar höfðu menn næði til að 164 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.