Akranes - 01.07.1958, Page 32

Akranes - 01.07.1958, Page 32
ar sögulegar heimildir, sem teknar hafa verið gildar og gengið hafa eins og rauð- ur þráður gegnum sögurit liðinna alda, að ástæða er fyrir því, að þær urðu til. Skal eg nú að nokkru rekja þá ástæðu, sem eg tel til þess, að hún varð til. Eins og eg hef þegar leitt rok að, er ekki hægt að rekja fram ætt Reykhyltinga í karlegg lengra en til Sigvalda langalífs Guxmarssonar. Þegar Reykhyltingar og aðrir afkomendur Langalífsættar voru orðnir þekktir valdamenn og fyrirmenn í landinu á 17. öld hefur þeim eflaust svið- ið að geta ekki eins og margir aðrir fyrir- menn landsins rakið ætt sína til tignar- manna fyrr á öldum. Enda voru slíkir menn kallaðir ættlausir. Var það tals- verður ljóður á ráði þeirra manna, er voru fyrirmenn, hvort heldur voru í prestastétt eða veraldlegri. En á byltingar- tímum eins og hér voru á 16. öld, var sérstætt tækifæri fyrir gáfaða og dug- mikla menn af alþýðuættum að sýna dug sinn og vilja allan til þess að verða það, sem í þeim bjó. Rezta dæmið um það eru einmitt afkomendur Sigvalda langalífs. Þeir voru þegar komið er fram yfir 1600 ein þekktasta gáfuætt landsins. En ætt- lausir að fomum hugsunarhætti. Á dögum Odds biskups Einarssonar voru þessir ættmenn einmitt í stórri sókn til aukins álits og valda í landinu. En til þess að ættleysi þeirra yrði ekki þrándur í götu frama þeirra hefur verið gripið til þess ráðs, til að skapa ljóma um forfeð- uma, að dikta upp sögu þá, sem séra Jón Halldórsson hinn fróði segir frá að íundizt hafi á rotnxnn blöðum í Skálholti frá þessum tíma. Enginn var líklegri til að trúa henni og halda á lofti en biskupinn, Oddur Einarsson, því hann var mikið fyr- ir alls konar fróðleik, þó ekki væri hægt að styrkja hann óyggjandi rökum. Síðan hafa aðrir trúað sögunni, þegar biskupinn sjálfur hafði hana fyrir satt. Það er eftirtektarvert, að Reykhyltingar hafa ekki vitað, hver konan var, sem Sig- valdi langalíf nam brott úr Vatnsfirði. Þvi í ættartölubók séra Jóns Halldórssonar hins fróða, sem enn er til í eiginhandriti hans, er hún ekki nafngreind, né nein frásögn af henni. En í Riskupasögum sín- um segir hann um þetta: „Þar kom, að hann vildi eiga eina af þjónustupíkúm hennar (það er Ólafar ríku), ekki þá síztu, tengda manni Ólafar, Bimi Þorleifssyni hinum ríka, og sem hann fékk það ekki, hljóp hann að lyktum burt með hana aust- ur á land, menn meina eftir dauða Bjöms, og giftist henni þar“. Þetta sýnir glögg- lega, að Reykhyltingar vissu ekki nafn þessarar formóður sinnar og vom þeir þó miklir fróðleiksmenn. En jafnframt sýnir þessi frásögn Jóns prests fróða, að sagnir hafi þeir þekkt inn það, að hún hafi verið tengd Bimi ríka. Hefur þessi sögn ef til vill verið næg til þess að gera því skóna, að Sigvaldi langalíf hafi verið laimsonur Ólafar ríku og sveins heimar Illuga, um- komulauss pilts, sem hún skaut skjóls- húsi yfir. Það er einnig eftirtektarvert, að ætt- fræðingar síðari alda hafa kunnað sög- una um kvonfang Sigvalda langalífs rétta. Til dæmis veit Snóksdalín nafn hennar og faðemi. Eg veit ekki með vissu, hvaðan hann hefur heimild sina. En ef til vill er hægt að sjá það með samanburði síðar. Tel eg líklegast, að hann hafi fengið þess- ar upplýsingar úr vestfirzkum ættartölu- bókum, því Vestfirðingar eru þekktir að því fyrr á öldum að halda betur til haga ættfræðifróðleik en nokkrir aðrir lands- menn. Það er nú örugglega upplýst, að Sig- valdi langalíf var Gunnarsson en ekki Illugason og þvi ekki launsonur Ólafar 168 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.