Akranes - 01.07.1958, Side 35

Akranes - 01.07.1958, Side 35
æðstu skyldu sína við þjóðina, að vera höfuð hennar og gæzlumóðir um eðlilega, farsæla þróun á öllum sviðum þjóðlífsins. Um hófsemd í fjármálum, um eðlilega og mögulega fjárfestingu eftir föstum regl- um, sem miðist við getu, miðað við afla- feng á hverjum tima og hóflega skulda- söfnun. öll þjóðin, ráðamenn hennar og hver einstaklingur hefur lifað langt rnn efni fram. Ríkið hefur hér ekki verið eftirbát- ur, heldur miklu fremur forystu aðili 1 ógætni á þessu sviði, allt í skjóli kjósenda- dekurs og óforsjálni. Allt þetta offors hefur nú valdið því, að allt er komið í strand, og sýnilegt, að nú verður þjóðin nauðug viljug að draga mjög úr fjárfestingu hins opinbera, ef hún á blátt áfram að halda frelsi sínu og sjálfstæði. Sem betur fer er þetta líka hægt að skaðlausu um nokkur ár, svo vel sem ýmsar verklegar framkvæmdir eru á veg komnar. Alþingi er orðið aumasta leppríki -— ekki eins — heldur margra stéttarfélaga, og verður að leggjast svo lágt, að senda forsætisráðherra sinn með boðskap til þeirra í bænarfoinii — eins og á mestu niðurlægingartímum Alþingis við kon- ungsvaldið — og spyrja hve langt þeir megi ganga i þvi að bjarga þjóðinni i beild i'ir bráðri hættu, þar sem frelsi og framtið hennar er óumdeilanlega í veði. Þetta er öfugþróun og misbeiting valds á háu stigi, sem hvergi ])ekkist hjá þjóð, nema ]>ar sem allt velsæmi, aðga'/la og ábyrgð er komin út fyrir öll skynsamleg takmörk og eðlileg. Hér, eins og víðar er mikið aðga'zl u- leysi í meðferð fjár rikisms. Alþingi er kallað saman 10. október og situr svo „lon og don“ yfir engu öðru en að bíða eftir — marga mánuði — svörum hinna ýmsu stéttarfélaga — sem sum eru svo fámenn og ábyrgðarlaus, að nokkrir „krakkar“ stöðva oft allan skipastól landsmann, að- drætti að og frá landinu. Ríkisbáknið er hér sjálfsagt miklu viða- meira en í nokkru öðtu landi með sam- bærilega aðstöðu, enda er þar ekki upp- fyllt allt, sem hver angurgapi heimtar. Þá er fjárfestingin hér ósambærileg við nokkurt annað land, svo ekki er von að vel fari. Mér finnst, að þjóðarnauðsyn krefji hér á gerbreytinga, enda mjög auðvelt og baga- laust að fella niður um sinn fjárfestingu á ótal sviðum, fyrir utan meiri og almenn- ari sparsemi, bæði hjá hinu opinbera og einstaklingum. 1 fjárlögum fyrir árið 1959 er gert ráð fyrir tæpum 16 millj. til nýrra vega, auk 44 millj. til viðhalds. Til brúargerða um 60 milljónir, auk viðhalds. Til hafnar- bóta tæpar 13 milljónir. Hér er alger 6 þarfi að leggja fleiri nýjar símalínur í nokkur ár, svo og þenja rafmagnsveiturnar út meira í bili. Svona má lengi telja, en hér látið staðar numið. Við verðum að gæta hófs í bili og athuga hvar við stönd- um. Hér er komið í algert óefni fyrir eig- in handvömm og ka'ruleysi. Ábyrgðaleysi einstaklmga, flokka og félaga er komið út yfir skynsamleg takmörk, ef ekki hvert mannsbarn i landinu sameinast um það á síðustu stundu, að taka á sig ]urr kvaðir og skyldur sem að gagni koma. Þetta er leikur, og ekkert jarðarmen. Framt.íðin glæst, ef við aðeins sínum vit, og hættum að heirnta allt af öðrum og skerðum í örfá ár brjálæðiskennt óhóf á öllum sviðum undanfarin ár. Þetta verður Alþingi að gera með harðri hendi — ef }>að er ekki hægt á annan hátt. — Ef þetta er ekki gert, bregzt Alþingi skj-ldu sinni og þing- menn meta meira einka- og flokkshags- muni, en frelsi og framtíð þjóðarinnar. Ól. B. B. AKRANES 171

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.