Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 36

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 36
Quinius Horaiius skáld „ANIMUSPUNCTO TEMPORIS PERVOLAT, QUO VULT“. Jlaccus, Eftir séra Friörik Friöriksson I. Kafli. Æska Hórazar. Það er mikil hamingja oss mörmum, að hugur vor getur á augabragði flogið hvert sem hann vill. Svo flýgur þá hugur vor 2000 ár aftur í tímann og staðnæmist við lítinn bæ á Italíu sunnanverðri. Nafn bæjarins er Venusia, og var ekki ómerki- legur bær í þá daga. Þangað leituðu leif- ar rómverksa hersins eftir orustuna við Cannæ árið 216 f. Kr. og fengu þar beztu viðtökur. Komst bærinn við það í hylli hjá Rómverjum. I þessum bæ fæddist drengur, 8. des- ember árið 65 f. Kr., en það ár var 689 frá byggingu Rómaborgar. Það þótti þar engin stór tíðindi, því ekkert var það við ætt sveinsins, sem vakið gæti athygli bæj- arbúa. Faðir hans hafði í æsku verið þræll, en hafði seinna þáð frelsi og var leysingi. Hann vann fyrir sér með atorku við ýmis- leg störf; var saltfisksali (þótt Hóraz nefni það eigi), innheimtumaður skulda og uppboðshaldari og þvíumlíkt. Einnig átti hann litla bújörð uppi við Vultur- fjallið skammt frá bænum. Þar ólst Hóraz litli upp á bemskuárum sínum. Rétt fyrir ofan fæðingarbæ Hórazar að norðvestanverðu, reis upp Vulturfjallið skógi vaxið. Þar lágu og að ýmis örmur fjöll með smá þorpum uppi í brekkunmn, en fyrir sunnan þá fjallaþyrpingu lá all- stór slétta. Það var einkar falleg sveit, og fögur útsýn frá Venusiu og sér í lagi ofan úr brekkunum og hlíðum Vulturfjallsins. 1 norðaustri blánaði í fjarska fyrir Gar- gansfjalli með stórum og dökkum eiki- lundum. Ættartölu átti Hóraz sér enga, því að ættir mansmanna voru ekki raktar; má vel vera að eitthvað hafi verið af grísku blóði í æðum hans, því endur fyrir löngu hafði fjöldi af grísku fólki gjörzt nýlendu menn í þessum hluta Ítalíu og var latínan ærið grískublandin á uppvaxtarárum Hór- azar. Líklegt þykir, að Hóraz hafi misst móð- ur sína komungur, því að hann virðist engar minningar um hana eiga; nefnir hana aldrei. Það er einnig líklegt, að Hóraz hafi verið einbimi. Bernskuár hans hafa verið fábreytileg, og drengurinn oft einmana úti á búgarðinum, meðan faðir hans var við störf sín í bænum. Mér finnst oft sem ég sjái hann fyrir 172 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.