Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 37

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 37
mér, svarthærðan og velhærðan hnokka með svört og fjörleg augu, lágan og þrýst- inn, reikandi úti í lundum og skógum, þar sem ímyndunaraflið nærist af hinu dular- fulla seiðafli, sem býr í fagurri náttúru, og gjörir hana lifandi; þar sem hugmynd- irnar um guði og gyðjur, dísir og draum- kexmdar verur, sem alls staðar séu á sveimi og heima ættu í trjám og lindum og nær því öllum sköpuðum hlutum, vekja hrollkenndan unað og einveru geig í hug þess, er eixunana reikar á slikum stöðum. Vera má, að xninning um þessar göngur hafi seinna komið fram í því atviki á bernsku árimum, sem Hóraz lýsir í einu af kvæðum sínum (4. kvæðinu i 3. bók Harpljóðanna). Hann sofnaði þreyttur af leik og reiki uppi í Vulturfjalli, og skógar- dúfur huldu hinn sofandi svein með nýju laufi af Myrtustrjám og lárviði, svo að þá, sem fundu hann, furðaði stórum, er hann svaf þarna svo vært og óskaddaður, þótt nóg væri á þeim slóðum af björuum og eitursnákum. Telur hann þetta sem tákn um vemd og hylli sjálfra mennta- gyðjaxma. — En á kvöldin, er faðir hans fékk næði til að vera með honum, hefur átt sér stað innileg samvera, þar sem faðirixm fræddi drenginn sinn á mörgu og leiðbeindi hon- um með sögum og dæmum. Hóraz hefur sjálfur lýst trúnaðarsambandi þeirra feðga er sonurinn var kominn inn á a>sku- og námsár sin. Má vel af þeirri lýsingu draga þá ályktun, að faðirinn hafi viðhaft sömu uppeldisaðferð á bernskuárum drengsins í Venusia, en þá auðvitað við hans hæfi. Snernma hefur því faðir hans séð, að drengurinn var góðum gáfum gæddur, og varð þvi aðaláhugamál föðurins að veita hinimx unga syni betri menntun en þá, er hann sjálfur hafði notið. Hann vildi því ekki setja drenginn i þann skóla, er var þar í bænum fyrir herforingjasyni, og kaus heldur að bregða búi, leigja jörðina og flytja búferlum til Rómaborgar, og komst þar að atvinnu. Hóraz mun þá hafa verið 8—10 ára að aldri. Þar setti hann nú son simi í góðan skóla. Það var eins konar menntaskóli, sem synir rikra aðals- manna gengu í. Hann lét sér hugarhaldið um, að halda sveininn svo vel að klæðum og öðru því er krafizt var til skólagöng- unnar, að hann þyrfti ekki að blygðast sin í hópi tiginna félaga sinna, en varaðist samt allt oflætti og uppskafnhigshátt. Það var þá siður að þræl] skyldi fylgja náms- sveinum í skólann og bera bækur þeirra og ritföng. Faðir Hórazar gjörði þetta lika, en bæði til spamaðar og til þess að geta betur vakað yfir honum, fvlgdi hann oft syni sinum í skólann eins og liami væri þjónn hans. Fékk hann þá einatt færi til að kynnast kennuruin hans. Þannig vakti hann yfir syni sinum og framförum hans. Heima fyrir fræddi hann og drenginn sem bezt hann mátti og veitti honum hollar og skynsamlegar leiðbeiningar um hinar ýmsu hliðar hins siðferðilega lifs. Sátu þeir löngum á kvöldin við arineldinn og ræddust við eins og væru þeir félagar eða leikbræður. Það er ekki ólíklegt að faðir- inn hafi á unga aldri fengið nokkra fræðslu, lært að skrifa og lesa. Það var altítt að þrælaeigendur völdu úr hópi þræla sinna gáfaða drengi og létu kenna þeim, til þess að nota kunnáttu þeirra í þjónustu sinni. Verið getur að svo hafi verið með föður Hórazar, að hann hafi þannig fengið nokkra menntun á imga aldri áður en hann fékk frelsi og leysingja- rétt. Þau samtöl milli feðganna, sem Hór- az lýsir í fyrstu bók Kímnikvæðanna, fjórða og sjötta kvæðinu, benda til þess og ber vott um nokkra heimspekilega þeklv ingu, })ótt lieimspeki hans auðsýnilega oá að mestu sjálfhugsuð, e.n hx'm er samt heil- brigð og notkvæm. — Hann setti fram AKRANES 17 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.