Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 38

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 38
fyrir drenginn fögur dæmi að fara eftir og aðvörunardæmi til þess að hann fengi forðazt öfgar og illa siði. Hann talar um siðferðismálin blátt áfram án tepruskapar. Það er auðséð, að þeir hafa verið mjög samrýndir og talað saman eins og fé- lagar, án þess þó að myndugleiki föðurins minnkaði á nokkru né virðing sonarins skertist. Horaz segir frá því, hvernig faðir sinn hafi komið inn hjá sér þeim hugsunar- hætti, að gjöra sig ánægðan með það, sem hann ynni sér inn og lifa hófsömu lífi, og hafi hann bent sér á dæmi einhvers alkunnugs eyðsluseggs og ófarsæld hans. Hann varaði hann við losta og óskírlífi i meininn með þessum orðum: „Mér er áhugamál, að geta haldið þér á hinum gamla og góða dyggðavegi og varðveitt siðvendni þína og mannorð, svo lengi sem þú þarft á leiðtoga að halda. Þegar þú eldist mimtu kunna að synda án þess að þurfa á sundbelgjum að halda“. Það er auðséð, að Hórazi þótti ávallt mikið til föður síns, virti hann og játaði, að honum ætti hann mest að þakka. Þegar Hóraz var orðinn alkurmur maður og kom- inn í gengi hjá tignustu mönnum, reyndi hann aldrei að leyna því, að hann væri leysingja sonur. Hann segir, að hefði faðir hans ekki gjört annað en að hjálpa sér til að verða hið sama og hann var sjálfur, ætti hann þakkir skyldar fyrir það, en því meira hrós og þakkir eigi hann nú skilið fyrir allt, sem hann með fórn- fýsi og kærleika hafi fyrir sig gjört. Hóraz segir á einurn stað: „Þótt þvi væri nú hag- að svo til í náttúrunni, að menn, er þeir væru komnir að emhverju marki, mættu byrja lífið að nýju og kjósa sér þá það foreldri, sem þeir vildu, mundi ég vera ánægður með ætt inína, og vildi ekki skipta um feður, þótt í boði væri upphefð og ættgöfgi“. Vér sjáum af öllum frásögum Hórazar fagra mynd af vitrum og ástríkum föður og þakklátmn syni. Af keimurum sinum nefnir Hóraz einn með nafni. Sá hét Orbílius og kallar hann hinn högggjarna. Kenndi Orbilius honum kvæði Liviusar Andrónikusar og sér í lagi þýðing hans á ljóðum Homers, höfuðskálds Fom-Grikkja. Hóraz telur það lán sitt, að hafa fengið góða undirstöðu grískrar tungu, og kom það að góðu haldi, er hann seinna fór til Aþenuborgar, þar sem hann jók við þekkingu sína í málinu. Það má sjá, hvílíkan áhuga harrn hafði fyrir hinu fagra menningarmáli, því að hann lagði sig eftir að yrkja á grísku, en hann segir, að Júpiter sjálfur hafi varað sig við því i draumi, og sagt, að álíka óviturlegt væri það að fara að auka tölu grískra skálda, eins og að bera brennið út í skóg. — II. Kafli. Þegar Hóraz var um tvítugt fór hann til Aþenuborgar til þess að leggja stund á gríska heimspeki og bókmenntir. Þar voru samtímis honum ýmsir tignir menn róm- verskir, t. d. sonur Ciceros, Pompejus Varus, Messala o.fl., urðu sumir af þeim mjög kærir vinir hans. Hann hlustaði á ágætustu kennara þar. Þeir heyrðu til ýmsum heimspekistefnum. Hann virðist helzt hafa hallazt að heim- spekiflokki Epikúringa og siðfræði þeirra. En samt vildi hann ekki gefa sig á vald neinni einstakri heimspekistefnu, leitaðist heldur við að tileinka sér það, sem honum fannst bezt vera í hverri grein. I Aþenu- borg mun hann hafa sér í lagi kynnt sér rit og ljóð fomskálda Grikkja, og sett sig inn í braglist þeirra og ljóðahætti. Hefur hann þá á þesstun námsárum sínum lagt grundvöllinn undir hið komandi lífsstarf 174 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.