Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 39

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 39
sitt, að leiða strauina griskrar listar inn í ljóðagjörð latneskrar tungu. Þó hef- ur þetta verið honum hulið þá. Það er ekki víst, að hann hafi ort neitt á þeim árum. — Varð og dvöl hans og nám i Aþenuborg styttri en til var ætlazt. Þegar Hóraz hafði dvalið eitt eða tvö ár í Aþenuborg, urðu þau stórtíðindi heima í Róm, að Cajus Júlíus Cæsar var drepinn (15. marz árið 44 f. Kr.) Hvaða áhrif tíðindin um þetta hafi haft á Hóraz, vita menn ekki, heldur ekki hvaða álit hann á þeim tíma hefur haft á Cæsar. Það hygg ég hvergi sé beinlínis unnt að sjá. Ef til vill hefur Hóraz litið á Cæsar sem harðstjóra og kollvarpara hins forna þjóðveldis Rómverja og fagnað vígi hans. Að minnsta kosti lætur hann til leiðast að ganga á hönd Brútusi, einum helzta af vegendum Cæsars. En Brútus kom skömmu eftir ,.ð borgarastyrjöldin brauzt út til Aþenuborgar og fær marga af hinum tignu námsmönnum í lið með sér. Hóraz slæst í för með Brútusi á ferða- lagi hans og liðsafnaði um Grikkland, Litlu-Asíu, Þrakland og Makedóníu, hefm' hann lært mikið á þeirri ferð og aukið þekkingu sína á borgum þeirra landa og kemur það seinna i 1 jós i kvæðum hans. Á móti banamönnum Cæsars efldu þeir flokk, Antóníus og hinn ungi arftaki Cæsars Oktavíanus Cæsar (síðar Ágústus) og stóð úrslita orustan milli þessara höfuð foringja við Filippíborg í Makedóníu; urðu þau leikslok, að þeir Brútus og Kassíus biðu ósigur og brast flótti í lið þeirra. Hóraz komst undan á flótta. Hann var liðsforingi (tríbúnus) og þannig í yfirfor- ingjaröð. Samt mun það að líkindum fremur hafa verið nafnbót en staða, því að títt var að hershöfðingjar höfðu í sveit sinni ýmsa sjálfboðaliða, er þeir gáfu þessa nafnbót, og gat herforinginn sett þá til að gegna foringjastörfum. er hann þurfti á að halda. Svo er að sjá, að Hóraz hafi stjómað liðssveit, þvi að hann segir á ein- um stað, að rómversk herdeild hafi hlýtt sér. En enga herfrægð gat hann sér í leið- angri þessum og kveðst hafa flúið úr orustunni við lítinn orðstír og látið þar eftir skjöl sín, en guðinn Merkúr hafi sveipað hann i hulu og hrifið hann burt úr hergnýnum. Hóraz var nú búinn að fá nóg af þessu hermennskulífi, og hafði enga löngun til að halda herlífinu áfram eftir að Bnítus var fallinn, og notaði sér það heimfarar- leyfi, sem sigurvegaramir gáfu hinum sigruðu herleifum. Hann komst svo heim aftur, vist eftir nokkrar svaðilfarir og sjóhrakning. Framtíðarhorfur hans voru nú ekki glæsilegar. Faðir hans var dáinn, og erfðaland hans í Venúsíu og aðrar eign- ir föður hans höfðu verið gjörðar upptæk- ar. Hann var nú alls laus og bláfátækur. Hann komst þó að ritarastarfi við ríkis- fjárhirzluna. Það var að visu ekki óvirðu- legt: starf, en víst ekki vel launað og hon- um ekki geðfellt. Hefur hann sjálfsagt haft margar áhyggjustundir og harmað hemaðarflan sitt. Honum hefur og fund- izt hann með því hafa fyrirgjört framtíð sinni og lærdómsferli. Heimspeki hans hefur nú komið honum í góðar þarfir og lifspeki föður hans hjálpað honmn til að sætta sig við þau kjör, sem hann átti nú við að búa, og gefið honum tækifæri til að taka því öllu með jafnaðargeði. Að visu þurfti hann ekki að óttast beina hættu af völdum sigurvegaranna, en ekki gat hann þó búizt við neinum frama frá þeirri hlið. Þetta hugarástand og þessar óglæsilegu horfur knýja nú fram þörf hans til að svala sér, og nú vaknar skáldgáfan, sem i honum bjó, og knýr hann fram til kvæðagjörðar. Fyrstu kva'ðin voru þau sem kölluð eru „Satiræ“ eða „Sermones11. AKRANES 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.