Akranes - 01.07.1958, Síða 40

Akranes - 01.07.1958, Síða 40
en það voru kvæði ýmislegs efnis, og kennir þar margra grasa. Það eru heims- ádeilukvæði, umvöndunarkvæði, heim- spekilegar hugleiðingar, líkast orðræðum um menn og málefni, kímnikvæði, krydd- uð með fyndni og alnöpru háði um ýmsa ósiði eða lesti; er þar víða veitzt að ágimd, hégómaskap, auðæfa oflæti og valdafikn. Stundum kemur fram í þeim nokkur beiskja og leiði, sem fæðir af sér þessar ádeilur á misfellur i aldarfari og lifi manna. Getur hann þá orðið óvæginn við sjálfan sig og ókosti sjálfs sin. Hann er af- ar hreinskilinn við sig og aðra og beitir hollri gagnrýni þar sem honum J)urfa þykir. Samt heldur hann sér algjörlega utan við öll stjómmál og afskipti af þeim. Hann er óvæginn við þá, sem aðeins hugsa um auð og hégóma, upphefð og nautnir, án þess að hafa nokkuð æðra fyrir augum; beitir hann oft á slíka menn maklegri þurrafyndni. Þessar „Orðræður“ eru að visu i hundnu máli en liggja þó ekki langt frá óhundinni ræðu enda oft í samtölum. — Þessar orðræður eru þó ekki allar ortar á þessu tímabili, heldur margar af þeim miklu siðar. — Um hrag- arháttinn má segja, að orðræðumar eru allar ortar í ljóðlínum þeim, sem sam- settar eru af sex réttum þríliðum (daktyl- um) þar sem eina samstöfu vantar upp á sjötta liðinn. Þessi ljóðlína kemur fyrir i íslenzkum kveðskap, t. d. í kvæðinu „Is- land farsælda frón“, þar sem önnur hvor lina (1., 3., 5. o.s.frv.) er í þessum hætti. Samtímis orti hann ýmis önnur kvæði og eru þau bundnari og ljóðrænni. Þau eru flest í öfugum tvíliðuhætti (iamhisk) og þannig að á eftir langri ljóðlínu kemur styttri lina ávallt á vixl. Þessi kvæði em kölluð „Epodur“ og er í þeim svipað inni- hald og í „Orðræðunum“. í þessum fyrsta kveðskap Hórazar koma margar heimspekilegar athuganir og fagr- 176 ar hugsanir og spakmæli, en þó kennir þar og unggæðingsháttar, og stundum getur hann orðið gázkafullur og allklúryrtur. En það þótti þá ekkert tiltökumál og hneyksluðust menn ekki á því. Kvæðagjörð Hórazar vakti þegar at- hygli, og þóttust menntaðir menn sjá þar upprennandi skáld, sem ofar stæði þeim múg, er við rímgjörð fékkst. Tvö hin merk- ustu skáld þess tíma, Vergilius og Varius, sáu hvað í honum bjó, og komst hann í kynni við þá og síðan inn í vináttu þeirra, og hafði það hin mestu áhrif á líf hans. m. Kafli. Árið 39 f. Kr. er merkisár í sögu Hóraz- ar. Þá útvega þeir Vergilius og Varius Hói-azi áheym hjá Mekenasi, velunnara og velgjörðamanni þeirra. En áður en þeim fundi er lýst nánar, verður að gefa stuttorða lýsingu á þessum ágæta manni. Kajus Kilníus Mekenas var stórættaður maður og tilheyrði riddarastéttinni. Að langfeðgatali var hann kominn af Etrúskum stórhöfðingjum, jafnvel forn- um konungum, og einnig af gömlum, róm- verskum aðli í móðurætt. Hann var stór- auðugur, og mikill vin Oktavíusar Cæsars og í mörgu hans önnur hönd. Mekenas var höfðingi í lund, hámenntaður og unni mjög visindum og listum. Hann hélt sig mjög rikmannlega án oflætis. Höll mikla hafði hann látið reisa sér á Eskvilingsha?ð; lá hún umgirt af stórfenglegum listigörð- um, gnæfði höllin hátt sem turn væri, og var þaðan bæði frítt og vítt útsýni, ekki aðeins yfir borgina sjálfa heldur og yfir sveitimar i kring. Þar blasti við hin fagra Tíbúr-sveit og Kampaniuvellir allt til Al- bansfjalla og Túskúlutinda. í höll þessari hafði Mekenas risnu mikla; sátu þar veizlur hinir mestu virð- AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.