Akranes - 01.07.1958, Síða 42

Akranes - 01.07.1958, Síða 42
ekrur, og olíuviður í reinum, aldingarðar, rakir af úða margra smáfossa í straum- hörðum lækjum. Þar nálægt beljaði Anió- elfan hvítfyssandi í stríðum fossaföllum. Hingað og þangað bugðuðust klettabelti og kjarri klæddir hálsar með blóðbergi og skriðandi jarðaberjarunnum og seitlandi lindum. Þar voru hagar fyrir geitfé og kýr. T.oftslagið var heilnæont og hressandi, fullt af blómaangan. Þama gat skáldið í kyrrð og næði reikað um áhyggjulaus, gefið sig á vald draumum sinum og sung- ið mansöngva til hennar, er hann þá og þá var hrifinn af. Hann átti á húgarði sínum nokkuð af skepnum, og hafði gaman af að taka eftir leik og látum ungviðsins, lambanna og kiðlinganna. Hann gat ort um alla þessa fegurð og þessa gnótt með viðkvæmni, næstum þvi angurhlíðu. Hann hafði auga fyrir smáfyrirbærum náttúrunnar og lífs þess, er bærðist við hrjóst hennar, ekki siður en fyrir mannlífinu og háttum þess, og gat gefið glögga mynd af því í skýrum dráttum. — Hann fylgir með athygli hin- um starfsömu maurum og dregur lærdóm af atferli þeirra. Hann hefur gaman af að taka eftir hoppum og stöngunarleik hrútlamba og kiðlinga, er hólar á fyrstu hornum þeirra og eðhskennd. Hann horfir með aðdáun á rauða kálfinn sinn með hvítan bíld i enni í lögun sem þriggja nátta timglssigð., kálfinn er fóðrast á til þess seinna að verða fómargjöf Ágústusi til heilla. — Á búgarði hans unnu fáeinir þrælar og einn af þeim hústjóri, og svo ráðskona, hef- ur hann víst verið þeim góður og nær- gætinn húshóndi, því að þótt hann segist vera uppstökkur og fljótur til reiði, kveðst hann þó vera fljótur að jafna sig aftur og sáttgjam. Hann hefur áreiðanlega skilið tilfinningar þræla sinna og sýnt þeim prúðmennsku og nærgætni. T litlu kvæði til sveins sms segir hann: „Hhrtu ekki um að leita uppi rósir, sem sjaldséðar em svo síðla sumars, né heldur kostuleg lauf að hnýta sveig úr. Ég kæri mig ekki um ann- að en einföld Murtusviðarblöð; fara þau þér ekki illa þjóni mínum, né mér, er ég ligg og drokk undir þéttum vínviði“. — Það er hlýr andi i þessum vísum. V. Kafli. Það er ekki óhklegt, að Mekenas hafi um líkt leyti og hann gaf Hórazi búgarð- inn komið honum í fulla sátt við Ágústus. Nú er líka afstaða Hórazar sjálfs orðin allt önnur en áður. Hann hafði séð horg- arastyrjaldir, hve hryllilegar þær voru, þegar Rómverjar brytjuðu hverjir aðra niður og ágætir menn af báðum flokkum hnigu í valinn. Hann 'var vist farinn að sjá, að heill og vegur rikisins út á við og inn á við væri nú komin undir því, að einn maður, vitur og dugmikill, fengi æðsta valdið í sínar hendur, ekki sem harð- stjóri sem drottnaði eftir geðþótta sinum, heldur sem alræðismaður sem rikti sam- kvæmt fomum rómverskum lögum í róm- verskum anda. Augu hans staðnæmdust á Oktavianusi sem hinum líklegasta til hins mikla viðreisnarverks. Um þessar mundir er liklegt að hann hafi ort sitt ágæta kvæði til Ágústusar um reiði guð- anna út af drápi Júliusar Cæsars og borg- arastyrjöldin og i kvæðislokin biður um. að guðinn Merkúrius vilji stíga niður í líki imgs manns, Ágústusar, rétta við hlut ríkisins, hefna vigs Júlíusar Cæsars og leyfa að liinn ungi maður megi dvelja lengi meðal manna og verða nefndur „fað- ir og foringi (pater atque princeps) og stöðva yfirgang útlendra fjandmanna. Sé það rétt, sem sumir halda, að kvæðið sé síðar 38 f. Kr„ þá væri nálægt að ætla, að 178 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.