Akranes - 01.07.1958, Side 45

Akranes - 01.07.1958, Side 45
því, þá svarar Hóraz því með merkilegu ljóðabréfi, þar sem hann segir Mekenasi hreint og beint, að hann vilji heldur missa sinn elskaða búgarð og skila aftur þvi, sem hann hafi þegið, heldur en að láta skerða frelsi sitt; vinni hann það ekki fyrir hylli nokkurs manns að týna frjáls- ræði sinu og persónuleik. Kveðst hann fara munu ferða sinna, og koma aftur með vorinu, ef Mekenas vilji þá við sér taka. — Af bréfinu má sjá einurð Hórazar og takt hans um leið. Það er auðvelt. að finna bæði hina sönnu vináttu og þakklátsemi til Mekenasar og eins hitt, að hann ekki gæti afsalað sér öllum ga'ðum með glöðu geði, en samt vill hann það heldur en að vera háður duttlungum auðkýfings og of- urmennis. — Ef til vill hefur Hóraz verið hálfhræddur um að svona gæti farið, en hann er staðráðinn í, að taka afleiðingun- um. Hann skrifar um þær mundir til Sept- ímusar góðvinar síns, og segir: „Ég óska mér, að Tíbursveit. verði heimkynni eili minnar, og þar fái ég að hvílast þreytt- ur eftir sjávarvolk, ferðalög og herþjón- ustu, en ef hinar meinsömu örlaganornir varna mér þess, mun ég aftur hverfa til átthaganna“. — En til þess kom nú ekki. þvi að engin vinarslit urðu út af þessu. og varð vinátta þeirra æ innilegri eftir því sem árin liðu, svo að Hóraz mátti ekki til þess hugsa, ef hann ætti að lifa að vini sínum látnum. Hann lýsir þessum huga í kvæði til Mekenasar, þar sem svo er komizt að orði: „Era það goða né mín eigin vild, að þú mér fyrr úr heimi hallist. Mekenas, minn mikli sómi, vernd og styrktarstoð“. Það fór einnig svo, að þeir urðu nær samferða. — Mekenas dó mánuði eða svo á undan. Hóraz andaðist 27. nóvember átta árum fyrir Krists fæðingu á 746. ári eftir byggingu Rómaborgar. Virðist dauða hans hafa borið brátt að, svo að honum vannst ekki tími til að irmsigla erfðaskrá sina, en hann gjörði Ágústus að erfingja sínum. — Mekenas hafði víst skömmu fyrir dauða sinn skrifað tál Agústusar: „Láttu þér hugarhaldið um Hóraz, eins og væri ég það sjálfur“. Ágústus sá líka svo um, að Hóraz fékk legstað rétt við legstað hins tigna vinar síns á Esquilín hæðinni. Bautasteinninn. sem Ágústus keisari lét reisa honum, er löngu horfinn, en bautasteinninn, sem hann reisti sér sjálfur með ljóðum sínum hefur nú staðið i hálfa tuttugustu öld og hefur aldrei ljómað betur en nú, er lið- ugar tuttugu aldir eru liðnar frá fæðingu hans. Það hefur rætzt sem hann kvað: „Eg bautastein hef byggt mér, sem betur megi standa en eir og gnæfir ofar en undur Nilarstranda; og hrynur ekki’ i hamförum helliregns né bylja. Og aldaröð og ára mun ei þann stöpul hylja“. Þetta hefur rætzt miklu betur en Hóraz gat að fullu dreymt um. AKRANES ÓSKAR LESENDUM SÍNUM ÁRS OG FRIÐAR. 181 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.