Akranes - 01.07.1958, Síða 52

Akranes - 01.07.1958, Síða 52
Séra ÞORSTEINN BRIEM: Sifndir feðrnnnn . . . Ég minnist þess frá því ég var barn á 9. áriniu og tók að læra kverið mitt, að ung barnssálin fylltist ótta, er ég las þessi orð á eftir boðorðunum: „Ég, Drott- inn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja feðra misgjörðar á börnum í þrifija og fjórða lið, — á þeim, sem mig hata —, en auðsýni miskunn i þúsrrnd liðu þeim, sem mig elska og boðorð min varðveita“. Ég hafði heyrt talað um húsbændur, sem væru vandlátir. Menn, sem héldu ströngum aga á heimilisfólkinu, gengu ríkt eftir að verkin væru vel og stundvís- lega unnin, veittu þungar átölur, ef þar var einhverju áfátt, en launuðu hins vegar vel og rausnarlega þá er þeim likaði: Og þegar ég var að læra þessa grein, þá kom oftast nær þessi mynd af stranga, en rétt- láta húsbóndanum, fram i hugann. Ég lærði allt kverið mitt með blindri lotn- ingu. En þetta gat ég ekki skilið, hvemig hegningin fyrir misgjörðir feðranna kæmi fram á bömunum. Ekki man ég eftir að þessi grein væri útskýrð fyrir mér heima. Og var ég þó einn veturinn, er ég var 11 ára, spurður vit úr öllu kverinu. Og tek ég það sem vott um, að sá, sem spurði mig, hafi annað hvort ekki treyst bam- inu til að skilja útskýringu sína, eða ekki treyst sér til að gefa hana til hlítar. Síðan gekk ég til spurninga hjá tveim mætum prestum, i fyrra hluta kversins, undir fermingu. En hvorugur þeirra skýrði þessa grein. Og mundi mér þó áreiðanlega ekki hafa liðið það úr minni, ef svo hefði ver- ið. Hafa þar og ef til vifl valdið hijnar sömu ástæður, sem við heimaspurning- arnar. Síðan hefur mér skilizt, að ýmsum ga-ti þótt þessi grein eitthvað athugaverð og engin bamafæða. Fyrir fáum ár.um átti ég tal við þjóð- kunnan mann, sem nokkuð hefur ritað um kennslumál og látið sig þau efni, og eink- um bamafræðsluna, allmiklu skipta. Hann fór undir rós, að átelja oss prestana fyrir það, að vér kenndum ýmislegt,, sem spillti Guðshugmynd barnssálarinnar. „Komið með dæmi!“ sagði ég. Jú, átakanlegasta dæmið faninst honum það, að börnin. skuli enn á 20. öldinni vera látin lesa greinina um hegninguna á börnunum. Og sem vott þess, að fleiri muni á þeirri skoðun, má benda á það, að ræki- legum og góðum skýringum á fræðum Lúthers, sem erkibiskup Svía, N. Söder- blom, hefur samið, þar hefur erkibiskup- inn fellt burtu úr fræðurn Lúthers eina grein (sem hann prentar alls ekki með), og það er einmitt greinin um, að Guð vitji misgjörða feðranna á bömunum. Vér sjáum þá, að kirkjan er dálitið tek- in að kvika fyrir þessum skoðunum, þar sem einn hinn lærðasti og æðsti kenni- maður Norðurlanda fellir burtu úr fræð- unum þessa grein, alveg þegjandi og hljóðalaust, eins og annað kæmi ekki til mála. Það er því næsta merkilegt, að einn hinna beztu lækna þessa lands (Jónas 188 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.