Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 53

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 53
Kristjánsson) hefur á premti minnzt á þessa grein í allt öðrum anda: Hann segir: „Þegar ég var lítill di'eng- ur, líerði ég ýmsar greinar í kverinu mínu utan að, eins og páfagaukur, án þess að skilja þær, t. d. þetta: „Ég, Drottinn Guð þinn, er vandlætingasamur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnum í 3. og 4. lið, á þeim, sem mig hata, en auðsýni misk- unn i þúsund liðu á þeim, sem mig elska og boðorð mín varðveita“, og bætir við: „Nii skil ég þessa grein vel, veit að hún er komin til mannanna fyrir andlegan innblástur frá hinum æðra heimi“. Ég skil varla annað en yður finnist þetta einkennilegt. Kennslumálafrömuðurinn og sjálfur erkibiskupinn hafa fullkominn ýmugust á kenningu 2. Mósebókar (20 5.6) um þetta atriði. En. lœknirinn, sem lagt hefur stund á önnur fræði, og telur það sjálf- sagt ekki i sínum verkahring að verja gamlar kirkjukenningar, hann kveður svo fast að orði um grein. þessa, að hún hljóti að vera komin til mannanna fyrir andleg- an innblástur frá æðri veröld. Menn gætu nú ef til vill ímyndað sér, að það vani gamla- og nýja-guðfræðin, svonefnda, sem hér rækjust á. Læknirinn va'ri náttúrlega þröngsýnn og mosagróinm gamalguðfræð- ingur. Kn því er ekki þannig varið. Lækn- irinn styður skoðun sina eimgöngu við la'knisvisindin og nýjustu rannsóknir á sviðum hennar. Það er ekki sjaldan sagl. að náttúrufræðin hafi kollvarpað trúar- brögðunum. Hér má þó benda á dæmi þess, hve náttúruvísindin koma kenningu ritningarinnar til hjálpar. Innan náttúruvisindanna hefur á sið- ari áratug skapazt ný visindagrein, eins konar nýtízku ættfræði. Hún hefur tek- ið til rannsóknar ýmsa kosti og ágalla mannanna og rannsakað sérstaklega áhrif þeirra á afkomenduma og hvemig ýmsir kynkostir og kynlestir festast í ættum. Og þegar ættarrannsóknamenn fórrn ásaml læknavísindamönnunum að rannsaka arf- gengnislögmál náttúrunnar, þá ráku þeir sig á hinar gömlu kenningar 2. Mósebók- ar. Þeir sáu hvemig visindi siðustu tima koma heim við það, sem ritningin hafði kennt fyrir þúsumdum ára um syndir feðranna, sem koma fram á börnum. Og ýmsum hafa virzt þessi vísindi svo mikils- verð, að þeir telja ekki vafa á, að þau muni á næstu áratugum vekja athygli alls mannkymsins. Enda hafa verið haldn- ir alþjóðafundir meðal vísindamanna um þessi efni, og telja þeir fátt brýnni nauð- syn, en að vekja hjá mönnum þá ábyrgðar- tilfinningu, sem þessari nýju fræðslu er óhjákvæmilega samfara. Einn af lækmum landsins veitti í fyrra kirkjunni þungar átölur fyrir kæruleysi sitt í þessu efni, enda getur liún tæplega undan skorazt. Mér hefur aldrei orðið eins átakanlega ljóst, hve bein og ót.víra'ð skylda hvílir hér á kirkjunmi, eins og veturinn 1908. — Ég var þá í Kaupmannahöfn og varði nokkrum tíma til að kynna mér ýmsar mannúðarstofnanir i borginni. Meðal ann- ars skoðaði ég þar stórt fávitahæli. For- stöðumaðurinn fylgdi mér þar ásamt göml- um presti, sal úr sal og í eima vinnustof- una af anmarri. Allt var fullt af aumingj- um. Sumir gátu lært sálmavers, margir gátu lært að riða tágar, eða eitthvað hand- verk, — en inman um voru flokkar barna og ungmenna, sem ekkert gátu lært, og ekkert unnið, þrátt fyrir hina mestu al- úð, sem lögð hafði verið við að kenna þehn. Flestir voru þeir afskræmdir í and- liti og sumir vanskapaðir. Margir gátu hoppað og leikið sér úti á leikvellinum, en sumir stigu aldrei á faAur. Suma varð að mata og hirða eins og ungbörn, og þar var algerlega vonlaust um nokkurn bata, ann- 189 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.