Akranes - 01.07.1958, Side 54

Akranes - 01.07.1958, Side 54
an en dauðainn. Ég gleymi aldrei einuni drengnum. Hann mun hafa verið 13—14 ára gamall og lítill á vöxt, en andlitið var ellilegt, eins og hann vaeri þegar orðinn roskinn. Augun voru sljó, en góðmannleg, og þegar þau störðu á mann, þá varð and- litið allt að einni spurningu. Mér var sagt, að hann hefði alls ekkert vit, hann hefði ekki vit á við skynlausa skepnuna, og hann var auðvitað heyrnarlaus og mállaus. En mér fannst hann spyrja svo átakanlega: Hvérs vegna eruð þið að horfa á mig? — Hvers vegna er ég ekki eins og aðrir meirn? — Hvers vegna er ég aumingi? „Það eru afleiðingar ofdrykkjunnar“, sagði forstöðumaðurinn. Mikill fjöldi þess- ara aumingja voru komnir af ofdrykkju- mönnum. Samkva'mt upplýsingum og skýrslum, er heimtaðar höfðu verið um hvern aumingja, sem imn á hælið kom, hafði drykkjuskapur föðurins, og jafnvel móðurinnar, gefið þessa ægilegu ávexti. Foreldrarnir höfðu sopið og skemmt sér, en barnið hafði drukkið þessar súru dreggj- ar. Mér munu því aldrei úr minni líða orð prestaöldungsims, er með mér var, er við stóðum úti í garðinum hak við hælið og horfðum á veslingahópinn: Hann benti með hendinni á brugghús, sem var þar skammt frá, og sagði: „Þarna fór bölvun- in út!“ Síðan benti hann á aumingjana og sagði: „En þarna kemur hún inn!“ Svo er um bölvun ofdrykkjimnar. Vér getum madt i hvaða mæli hún er útlátin. Vér getum mælt pottana í vínbúðum rík- isins og talið tonnin, sem lyfjabúðirnar láta af hendi, en hitt er ómælanlegt, sem inn kemur í staðinn. Því að bölvunin kem- ur ekki aðeins fram á þeim, sem nú lifa, heldur á hinum óborau, sem verða að gjalda á sárasta hátt synda feðra sinna. Vísindamenn hafa gert áfengistilraun- ir á dýrum, og þær tilraunir sýna, að 190 afkomendur þeirra veiklast, úrkynjast og deyja út jafnvel þegar í 2. og 3. lið, ef áfengistilraununum er haldið áfram. Og hagfræðivisindin hafa sýnt, að meðal af- kvæma ofdrykkjumanna- og kvenna fæð- ast miklu fleiri fábjánar, heyrnarlausir og mállausir, böm sem eru flogaveik, hol- góma eða vansköpuð og úrkynjuð, og van- meta og vanþroska á annan hátt. Og oss, sem höfum horft upp á þvílíka aumingja, oss getur ekki annað en runnið til rifja bölvunin, sem feðurnir hafa leitt yfir böm sín. Það er talið sannað, að drykkjumanna- börn hafa minna mótstöðuafl en önnur börn gegn ýmsum sjúkdómum, svo sem t. d. berklaveiki. Þeir rýra þannig eina hina beztu eign óborinna bama sinna, heilsuna. Óafvitandi láta þeir óborin af- -kvæmi sín borga fyrir nautnir, sem þeir hafa veitt sér í blindni eða kæruleysi. Sannarlega á hún þvi hér heima bæn Frelsarans fyrir kvölirram sínum: „Faðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra“. Þetta á vitanlega að því er víninu við- vikur einungis við um þá, sem kalla má drykkjumenn, en þó í minna mæli sé rmi aðra, þá á þó alls staðar við hið fom- kveðna: að Sætar syndir — verða að sár- um bótum — æ koma mein eftir mrrnað, eins og segir i Sólarljóðum. Ég hefi hér tekið dæmi af ofdrykkjunni. einungis, af því að það hefur hvergi verið augljósar sannað en þar, hvernig syndir feðranna geta komið fram á bömrnn þeirra. Og ég vildi létta á samvizku minni með því að vekja athygli góðra manna á þvi, að menn eyða venjulega fleiru en peningunum, — menn eyða þvi, sem gulli er dýrra, þar sem óhófið á í hlut. Menn verða æfinlega að borga fyrir sætar synd- ir með sárum bótum. Og náttúmvísindin taka að kenna oss það nú, átakanlegar en A K R A N E S

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.