Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 55

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 55
nokkríu sinni áður, að lög náttúrunnar eru heilög lög. Ég kom til Kaupmannahafnar vorið 1920. Þá hafði verið komið þangað með dálítinn blindan dreng héðan heiman af Islandi, ti] þess að reyna hvort hann gæti fengið sjónina. Það hafði verið reynt allt, sem hægt var hér heima. Nú var komið með hann til beztu laduia Kaupmanna- hafnar til þess að láta þá gera síðustu tilraun, svo að litli drengúrinn gæti séð dagsins ljós. Það var farið til þeirra eins af öðrum og allir gá'fu þeir sama úrskurð- inn: „Drengurinn fær aldrei sjónina!" Og hver var orsökin? Allir kváðu lækn- amir þar upp hinn sama úrskurð: „Það er sjúkdómur, sem stafar af því. að for- eldrarnir hafa verið lauslát!“ Getum vér hugsað oss sárari hætur fyrir sætar syndir en þetta? Oss koma í hug orð Steingríms: Eitt einasta syndar-augnahlik sá agnarpimkturinn smár. Oft lengist í æfi-langt eymdarstrik. sem iðrun oss vekur og tár. Og jafnvel þótt mefnn iðrist þess alla æfi. Þá fá jafnvel ekki tár heillar æfi, veitt sveininum sjónina! — Svo þunglega vitjar náttúrunnar eigið lögmál misgerða feðranna á afkomendum þeirra! Þessu verður bamið að fóma fyrir föð- ur simn, til þess að hann sjái misgjörð sína og taki sinnaskiptum. Alla æfi situr það i myrkri, svipt eirrni hinni fegurstu lífsins gjöf, til þess að minna hann og aðra á, að lög náttúnmnar eru heilög og verða eigi rofin, tné boðorð þeirra brotin að ósekju. — „Sætar syndir, verða að sámm bótum“. „æ koma mein eftir munað!“ Ég hefi tekið átakanleg dæmi, sem mér eru sjálfum kunn og verða því minnis- stæð. En svona mætti halda áfram um hvem löst, sem menn láta fá vald yfir sér. Hanin getur haft áhrif á alda og óboma. hvort sem þau verða áþreifanleg eða ekki. Saga mannkynsins sýnir, að þjóðir hafa eyðzt og dáið út, einmitt af þessum or- sökmn. Um ]>að bil sem Kristur kemur i heim- inn, og nokkm eftir það, mátti heita, að allar ])jóðir þess heims, sem þá var kunn- ur, ])jónuðu einni yfirþjóð. Rómverjar stóðu svo að segja með fótinn á hálsi þeirra allra og fleyttu rjómann af öllu, sem þær unnu. og öfluðu. En auðurinn, sem þeir drógu sér með skattgjöldum af súrum sveita annarra, varð sjálfum þeim hefnd- argjöf. Sem dæmi um óhóf þeirra má miinna á, að ekki gátu þeir í dýrindis- veizlum lagl sér til munns svo algenga fæðu sem fuglakjöt. Fuglatungurnar ein- ar þóttu þar hæfar að koma á höfðingja- borð, af þvi að þær vom torfengnari og dýrari. Þetta hafði áður verið hraustasta og harðfengasta þjóð heimsins, meðan hún hélt góðum siðum og bjó við hadilegan skammt. En nú tók hún að úrkynjast á skammri stund. Nautnir og óhóf stálu merg hennar og lífsafli. Næsta kynslóð varð æ lingerðari og óhraustari og atgerv- isminni likamlega og andlega en sú sem á undan var. Hún saup æ súrari dreggjar af syndum feðra sinna, þar til er hálf- villtar, en hraustar þjóðir mddust inn i landið og eyddu yfirþjóðinni, svo að hún reisti aldrei við aftur. Þannig urðu syn- imir að bera þung mein fyrir munuð feðra sinna. f sögu vorrar eigin þjóðar sjáum vér hið sama lögmál. Vér sjáum hvernig virðing- arleysið fyrir hjónabands- og heimilishelg- inni verður undanfari margs, sem síðari aldir supu af súrar dreggjar, þegar þjóðin missti frelsi sitt og sjálfstæði: Og vér sjá- um þess dæmi i allri sögu voití, hvemig ágætar ættir hafa úrkynjast sakir drykkju- skapar eða marglyjidis og annarra ágalla. AKRANES 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.