Akranes - 01.07.1958, Side 57

Akranes - 01.07.1958, Side 57
Ég get ekiki annað en fagnað þvi. Ég get ekki annað en dásamað hin duldu undraöfl, sem búið hafa í þjóðinni, þrátt fyrir alda áþján, þessi öfl, sem alltaf hafa losnað úr læðingi jafnóðum og vegir hafa opnazt. En ég óttast eitl. Ég óttast það, hve hugsunarlaust og skjótt menn höggva á handið milli nútíðar og fortíðar — milli föður og sonar. Mér stendur stuggur af, hvemig ýmsir góðir siðir og hættir hverfa, svo að menn verða jafnvel að hraða sér að rita þá niður svo að þeir geymist þó a. m. k. í sögubókunum. Það er eins og höggvið sé á hverja taug, sem bindur sýn- ina við siðu feðra sinna. Vér þurfum áreiðanlega að spyrja sjálfa oss, er vér köstum gamla góða arfinum; höfum vér þá jafnmikið eða betra að gefa börnum vorum í arf að oss látnum? Höf- um vér hófsemi? Höfum vér skapfestu? Höftun vér siðferðisþrek og trúarstyrkleik á við þá? Getum vér í jafnríkum mæli gefið afkomendum vorum þessi duldu undraöfl í vöggugjöf, sem feður vorir? Verði hik á svari voru, þá er oss áreiðan- lega full nauðsyn nú, sem fyrir hálfri öld, að nema lærdóminn um syndir feðra, er koma fram á börnum. Ég hefi oft hugsað tun önnur tímamót. þjóðar vorrar. Tímamótin, þegar evangel- isk, lúthersk trú var leidd í lög, en hinn forni siður úr lögum numinn. Mér skilj- ast alltaf betur og betur yfirburðir hins nýja siðar. En mér verður það og æ ljós- ara, að þar voru of skjótlega höggvin heilög bönd milli föður og sonar. Hinn nýi siður kom sem valdboð utan að. En þjóð vor missti of snemma einmitt þann mamninn, sem helzt mun hafa mátt treysta til að varðveita gamla gimsteina, þótt um- búðirnar yrðu nýjar. AUir siðabætur verða að byrja að innan, byrja sem helgur vöxt- ur í mannshjartanu og endurfæðing hug- skotsins. En af því að þetta gleymdist, komst hin innri siðbót i raun og veru eigi á fyrr en löngu síðar á dögum Guð- brands og Odds, Brynjólfs og Hallgríms. Fyrir því hefur margur hætt að nefna sið- bót vora siðabót, heldur siðaskipti. Og trú- arlíf vort og þjóðlif hefur ekki enn beðið þess bætur. að þá fóru siðaskipti á undan siðúóf. Ég óttast að þetta hið sama endurtakist þó á annan veg sé, við þau timamót þjóð- lífsins, sem nú eru að gerast. Ég óttast, að vér fáum siðaskipti á undan svSbót. — Ég óttast, að þjóðin láti gömlu gimsteinana gleymast, af ákafanum að komast i nýju umbúðirnar. Ég óttast, að hún tapi of fljótt siðum feðra sinna, áður en hún hefur tileinkað sér það, sem nýja öldin ber bezt i skauti sér. Nýja kynslóðin getur aldrei orðið eins og kynslóðin á undan. Hún væri dauð, ef hún yrði það. — En 'hún á að halda áfram að vera sama þjóðin. En það verður hún þvi aðeins, að hún haldi fom- um ættareinkennum, og góðum siðum og lungu feðra sinna. Vér megum ekki í neinu atriði selja af hendi gamla og góða þjóðmenning fyrir hálf útlenda eftir- hermumenningu þeirra, sem orðið hafa apar af aurum. Ég óttast ekki óáran elds né ísa, ef eigi kemur óáran í fólkið sjálft. En ef fyrirhyggja og hófsemi þverra, ef skapfestu og n;egjusemi og trú og lifsgleði hrakar, og ef Guðsótti og góðir siðir og kynkostir ná að spillast, þá leiðum vér hina hættulegustu óáran yfir oss og börn vor. Fyrir því er engu orði ofaukið, sem brýnt gæti fyrir oss ábyrgð vora. Vér eig- um að standa afkomendum reikningsskap á öllu, sem oss var lánað. Misgjörðir vorar koma fram á bömum vorum í 3. og 4. lið, en góðir siðir og guðræknir munu bera blessu í 1000 liðu þeim, sem Guð elska og varðveita heilög boð hans. AKRANES i93

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.