Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 11
notað á borkjarna. Berggreiningin l'elst í því, að eftirfarandi sex þáttum bergsins eru gefnar einkunnir í tölum eftir ákveðnum reglum: RQD Heilleikastuðull bergsins. Jn Fjöldi meginsprungustefna. Jr Lögun og áferð veikustu sprunguflata. Ja Gerð og þykkt veikustu sprungufyllinga. Jw Grunnvatnsaðstæður í berg- inu. SRF Spennuástand í berginu. Töluleg gildi þessara þátta eru síðan sett inn í eftirfarandi jöfnu og talan Q (berggæði) reiknuð út: Q = (RQD/J „) x (J r/J a) x (J W/SRF) Reglurnar um einkunnagjöf þessara sex þátta eru þannig að jákvæðir eig- inleikar bergsins hækka Q-gildið en nei- kvæðir lækka það. Líta má á berggæðin sem fall þriggja breyta, sem eru gróft mat á eftirfarandi: 1. Stærð bergblokka (RQD/Jn). 2. Skerstyrk milli blokka (J/Ja). 3. Virkri spennu í berginu (JW/SRF). Út frá Q-gildunum cr berg síðan flokkað í 9 mismunandi gæðaflokka. Ennfremur er unnt, út frá Q-gildi, stærð viðkomandi jarðganga og mvkil- vægi þeirra (ESR gildi), að áætla styrk- ingarþörf á mismunandi stöðum í göngunum (38 mismunandi styrkingar- flokkar), sjá mynd 18. 3.3 Helslu bergprófanir Auk jarðfræði- og berggæðagreining- ar á bergkjarnanum eru gerðar á honum ýmiss konar bergtæknilegar prófanir til þess að geta sér til um vinnslueiginleika bergsins og stöðugleika væntanlegs neð- anjarðarvirkis. Algengustu prófanir af þessu tagi eru: 1. Schmidt hamars próf (Schmidt Hammer Test) (Franklin 1974). 2. Punktálagspróf (Point Load Test) (Broch og Franklin 1972). 3. Eináss brotþolspróf (Uniaxial Compression Test) (ISRM 1979). 4. Þríása brotþolspróf (Triaxial Compression Test) (ISRM 1978). 5. Stökknipróf (Brittleness Test). 6. Borhraðapróf (Siever's J-value). 7. Slitpróf (Abrasion Test). 8. Hörkupróf (Indentation Test). Próf 8 er komið úr málmafræði og mælir far eða rispu eftir staðlaðan stál- odd. Framleiðendur jarðgangaborvéla (TBM full facer) nota slík próf til að áætla slit á brothjólum (disc cutters), sem brjóta bergið. Próf 5, 6 og 7 gefa borhraðastuðulinn DRI (Drill Rate Index) og borkrónuslit- stuðulinn BWI (Bit Wear Index) (Selm- er-Olsen og Blindheim 1970). bessi próf ásamt 4 hefur þurft að láta gera erlendis. Próf 3 er gert hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, en 1 og 2 er hægt að gera á vettvangi, enda létt og meðfærileg tæki notuð. í Schmidt hamrinum er stimpill sem hleypt er af með gormi og gefur ákveðið högg á yfirborð bergsýnisins, yfirleitt án þess að brjóta það. Endurkast stimpils- ins er mælt nákvæmlega og er það i vissu hlutfalli við brotstyrk og eðlis- þyngd bergsins, eða steypu ef verið er að prófa hana, sjá mynd 19. (Franklin 1974). í punktálagsprófi (Point Load Test) er brotstyrkur bergsýnis (þ.e. ósprungið bergefni) mældur með því að pressa tvo keilulaga toppa sinn hvorum megin á sýnið uns það brestur. Sýnið þarf ekki að vera reglulegt (sjá mynd 20). Úr þessu prófi fæst punktálagsstuðull (Point Load Index) ls, sem er P/D2 þar sem P er álagið við brot og D er þvermál sýnis (50 mm fyrir staðlað próf)- lssam- svarar nokkuð vel eináss brotþoli bergs deilt með nálægt 20 fyrir íslenskt berg; þ. e. CTc=Isx20. (Broch og Franklin 1972, Björn A. Harðarson 1983). Yfir- leitt er borkjarni prófaður, en handsýni af svipaðri stærð er einnig hægt að prófa. í eináss brotþolsprófi er reglulega lagað sýni af bergefni (yfirleitt sívaln- ingur, þ.e. bútur af borkjarna) brotinn í pressu. Mæld er bæði streita (strain) sýnisins allan tímann og spennan (stress) sem beitt er. Prófunin mælir brotstyrk bergefnisins í samþjöppun og samband spennu og streitu, sjá mynd 21, þ.e. fjaðurstuðulinn E (Elasticity modulus) (Birgir Jónsson 1971, ÍSRM 1979). Mæliaðferð Mælir mismunandi Mæling m.a. háð Úrvinnsla gefur Túlkun í Ijósi jarðfræöi Helstu not Hérlendis Erlendis HLJÓDHRAÐAMÆLING (Seismic) Hljóöspeglun (reflection) Hljóðbrot (refraction) Hljóöhraða Grop/ eölisþyngd Þykkt á mism. hljóöhraöa-lögum Þykkt á iarðlögum. Forkönnun fyrir mannvirkjagerð Einnig við olíuleit SEGULMÆLING Segulmögnun Varanlegri segulmognun Staðsetningu á segulmótun Hraunjaðrar, Berggangar. Bergskrokkar. Jaröhitaleit Mannvirki Grunnvatn Einnig oliuleit Námavinnsla RAFSEGULMÆLING a) Spanviönáms-mæling (9.8 kHz) b) VLF mæling (15-25 kHz) c) Georadar (80-900 kHz) Spanáhrif vegna mismunandi rafleiðni Grop og snerti-flataleiðni Staösetningu á viönáms-mótum Þykkt yfir-boröslaga (a,c) sprungur og misgengi (b) Mannvirki Jaröhitaleit Grunnvatn Námavinnsia VIDNÁMSMÆLING a) Dýptarmæling b) Lengdarmæling (Kínamæling) Rafleiöni Grop og snerti-flataleiðni Þykkt á mism. viðnámslögum (a) Staðsetning á viðnámsmótun. þykkt jarðlaga (a) sprungur og misgengi (b) Jarðhitaleit Einnig námavinnsla ÞYNGDARMÆLING Þyngdarsviö Eölisþyngd Staðsetningu á eölisþyngdar-mótun. Stærð jarðskrokka Jarðhiti Einnig oliuleit BJ. Okt. 1984 Mynd 10. Helstu aðferðir sein beill er við jarðeðlisfrpeðilega könnun frá yfirborði (sjá einnig mynd 26, borholumælingarj. (Vppl.frá Davið Egilson o, fl.). TÍMARIT VFÍ 1984 - 27

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.