Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 36

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 36
6,75m Greining aðrennslisganga, jiíli 1968. 3,80m BORMYNSTUR Mynd 9. Bormynslur i láréltum þrýstigöngum. með vir sem lá í gegnum kjarnaholurnar (Alimak-aðferð). Eftir að leiðigöngin voru fullgerð voru fallgöngin sprengd í fullt þversnið ofan frá í 3,0 m sneiðum og bergið Iátið falla niður um lciðigöng- in. Sprengivinna við fallgöngin gekk vel og bergið var traustara en búist hafði verið við. Hvergi þurfti að styrkja með bogum og leki var lítill nema ofan til á lagamótum við skriðuberg. Áður en fóðrun hófst var steypu sprautað í öryggisskyni á skriðubergslagið á um 20 m kafla i báðum fallgöngum. Göngin voru fullsprengd i desember 1967. Þrýstigöngin ásamt greiningu voru öll fóðruð með 50 cm þykkri steinsteypu járnbentri í bæði borð. Á beinu köflun- um var notað 7 m langt færanlegt stál- mót en krossviðarklædd trémót í beygj- um og greiningu. Steypunni var dælt með 4” steypudælum. Við steypu fall- ganganna var notað skriðmót og gekk það mjög vel og komst framvindan upp í 20 m á sólarhring. í árslok 1968 var nær allri vinnu við þrýstigöng lokið. Úr þrýstigöngum og greiningu var alls sprengt um 37.000 m\ Yfirsprengingar utan greiðslumarka voru verulegar og námu um 25-30% af heildarmagni. í steypufóðrun ganganna fóru 11.200 m' af steypu sem greitt var fyrir. 3.4 Jöfnunarþrær Vinna við jöfnunarþrær hófst á miðju ári 1967 og var unnin jafnhliða sprengingu þrýstiganga. Sama vinnuað- fcrð var notuð og við fallgöngin. Við út- víkkun þrónna reyndi verktakinn að nota ANFO sprengiefni en hvarf frá því þar sem íslenski kjarninn sprakk illa og raki var í holunum. Bergið i þrónum var breksíukennt og sprakk illa og var ákveðið að steypufóðra þrærnar með 15 cm þykkri járnbentri steypu. Ofanjarð- ar voru svo steyptir 10 m háir turnar of- an á þrærnar með veggþykkt 1,0 m. Voru skriðmót notuð við steypuvinnuna og gekk það vel. Síðan var fyllt að turn- unum með bólstrabergi. Úr jöfnunarþróm var sprengt um 12.200 m' og i fóðrun á þróm og grein- ingu fóru alls um 4.200 m' af steypu. 4. NIÐHRLAG Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir framkvæmdum við jarðgangagerð við Búrfellsvirkjun. Verktakinn beitti jafnan nýjustu tækni sem þá var þekkt til að leysa þetta mikla verk af hendi, og tókst það vel og án stórslysa á fólki sem þykir einstakt við svo hættulega vinnu. 52 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.