Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 31
aðrennslisgöng. Jafnframt varð að byrja á láréttum þrýstigöngum neðanfrá um leið og gröftur fyrir stöðvarhúsi leyfði. Leggja varð áherslu á að koma aðrennslisgöngum niður að jöfnunar- þróm og að fallgöngunum sem fyrst vegna vinnsluaðferðar við lóðrétt göng. Samtímis varð að kappkosta að ljúka vinnu við neðri hluta láréttu þrýstigang- anna vegna stálfóðringanna og að- komuleiða að baki stöðvarhússins, en nyrðri göng lokuðust um leið og upp- steypingu hússins miðaði áfram. Þetta var leyst með milligöngum yfir í syðri göngin sem voru opin þar til gangavinnu lauk. Til fróðleiks er hér birt á mynd 4, verkáætlun Búrfellsvirkjunar gerð í apríl 1968 borin saman við raunveruleg- an framkvæmdatíma, en rétt er að geta bess að ekki var unnið samfellt við alla verkþætti þótt þeir séu sýndir með heil- dregnum línum á áætluninni. I byrjun unnu aðallega Svíar og Fær- eyingar við gangagerðina þar sem ekki var völ á reyndum íslenskum starfs- mönnum en þegar kom fram á árið 1968 höfðu íslendingar að mestu tekið við þessum störfum. Við Búrfellsvirkjun var lengst af unnið á víxl 5 daga aðra vikuna en 6 daga hina og þegar mest var um að vera var unnið á tveim 10 tíma vöktum við göngin. Verður nú vikið nánar að vinnu við einstaka þætti jarð- ganganna. 3.1 Aðkeyrslugöng Aðkeyrslugöngin eru 5,15 m á hæð og breiddin var valin 7,0 m svo vinnu- tæki gætu mæst. Göngin voru sprengd í fullt þversnið, 33 m;, og var notaður Svenljunga borpallur á bíl við verkið. Lengd þeirra var 130 m og þau opnuð- ust inn í aðrennslisgöngin 200 m ofan við greiningu. Vinnslu ganganna miðaði frekar hægt og tók 4 mánuði, frá júní fram í nóvember 1966, að ljúka þeim. Jarðfræðilegar aðstæður reyndust samt góðar þar sem göngin liggja í kubbuðu basalti með góða stæðni, sem hvorki þurfti að styrkja né fóðra. í verklok var þessum göngum lokað í innri enda með 4,0 m þykkri steypu. Samhliða vinnslu aðkeyrsluganga var unnið að undirbúningi við ganga- munna. Steypt var umhverfis munnann, sett upp spennistöð og loftræstikerfi og 3 rafknúnum loftpressum komið fyrir og voru afköst hverrar þeirra 17 m' af þrýstilofti á minútu. 0 LEGEND ¦HMmmm CONSTR SCHEDULE REVISION APfllL I '63 wm^mm actual DIVERSION FEATURES REAOY FOR OPERATION. [2) F/RST UNIT REAOT FOR COMMERCIAL OPERATION. (j) SECOND UNIT REAOT FOR COMMERCIAL OPERATION ^Í) THIRD UNIT REAOT FOR COMMERCIAL OPERA TION Mynd 4. Vvrkúivtliin j'ni tipríl I96K. \7) FIHAL COMPLETION NOTE I ¦ AS WORK NEED NOT BE SCHEDULED FOR EVEN DISTRIBUTION M TIME, THE LENSHT OF A SECTION OF A BAR DOES NOT REFLECT THE AMOUNT OF WORK INVOLVED ESTIMATED OR ACTUAL FIGURES SHOWN ON THE CHART SHOW ACTUAL AND ESTIMATED DEGREE OF COMPLETION IN PERCENT TÍMARIT VFÍ 1984 - 47

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.