Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 32

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1984, Blaðsíða 32
3.2 Aorennslisgöng Umfangsmesta verkið við jarðganga- gerðina var að sprengja aðrennslis- göngin. Byrjað var á því að sprengja út rýini við endann á aðkeyrslugöngunum til að setja saman borvagninn (drill Jumbo) og var því lokið í árslok 1966. Vcrktakinn valdi að sprengja göngin í l'ullt þversnið og notaði til þess sérsmíð- aðan borvagn. Borvagninn var mikið tæki með f'jórum vinnupöllum og sleð- um f'yrir borvélar. Við borun voru not- aðar 10 BBC 24 W borvélar með ýmist kcðju- eða loftfærslu og 2 BBC 16W handborar. Borvagninn var á gúmmí- hjólum og var ýtt til með hjólaskóflu. Að jafnaði unnu 8 manns við borun og hleðslu á hvorri vakt. Á mynd 5 er sýnt það bormynstur sem verktakinn valdi í byrjun. Opnun var plógkíll með 30 holum og bordýpt 5,6 m og áætluð inndrift 5,0 m. Alls voru boraðar 79 holur og i botnhleðslu notað dýnamít cn nabít í súlu. í hvern salva fóru 370 kg af sprengiefni, þar af 137 kg í kíl og losaði það um 450 m' af bergi, scm gel'ur meðalsprengiefnisnotk- un 0,83 kg/m'. Boraðir voru 422 bor- o32mm + At IV + Vh + + + + + + I + + 4 + t_KH + -b ,, -Ti—i—i—r x * x—r 10. OnV______________________ DYNAMIT 040 mm NABIT o29 mm" BORUN 0,95m/rri Mynil 5. Bormynslur i aðrennstisgöngum 48 — TÍMARIT VFÍ 1984 metrar sem gel'ur 0,95 bormetra/m1 bergs. Þetta bormynstur reyndist ekki alltaf sem best, einkum í breksíulögun- um og síðar var borholum fjölgað í 97 til 110 el'tir aðstæðum á hverjum stað. Kílholum var fjölgað í 36 og mcðal sprengicfnisnotkun í salva fór yfir 1,0 kg/m'. Vinnsla aðrennslisganganna gekk af ýmsum ástæðum hægar en áætlað var. í byrjun voru erfiðleikar við notkun bor- vagns og reyndist nauðsynlegt að styrkja hann og endurbæta. Breytilegt bcrg og breksíumillilög sem oft voru í stafni (face) ollu erfiðleikum við borun og hleðslu og sifellt þurfti að aðlaga bormynstur slíkum aðstæðum til að f'ullur árangur lueðist við sprcngingu. Talsverðar tafir urðu vegna styrkinga bæði í tveim sprungusvæðum og einnig í greiningu, en þar var auk mikillar bolt- unar komið fyrir steyptri súlu þegar vídd ganganna fór yfir 13,5 m. Að þess- um svæðum undanskildum var stæðni bergsins góð og vatnsagi var lítill. Nú vcrður vikið nokkru nánar að sprengingu ganganna og bráðabirgða- styrkingum og er l'ramvindan sýnd á mynd 6. Janúar/Mars 1967: Gröftur aðrennslis- ganganna hófst við enda aðkeyrslu- ganganna við stöð 866, en þar höl'ðu göngin áður verið sprend í fulla brcidd og hæð milli stöðva 845 og 897. Unnið var í báðar áttir, fyrst með ca. 35 m2 byrjunargöngum að stöðvum 798 og 991, sem síðan voru víkkuð í fullt snið niður að stöð 991. Við lok tímabilsins voru 106 m af göngunum komin í f'ullt þversnið, auk þess 87 m af byrjunar- göngum, sem samsvarar að 14% af vcrkinu væri lokið. Apríl/Jiíní 1967: Afram var unnið í báðar áttir og lokið við göng niður að grciningu í stöð 1064,6 og byrjað á vinnslu á láréttum þrýstigöngum nr. 1. í el'ri enda voru göng komin í l'ullt þvcr- snið að stöð 700 og þar með var 31% búið af' göngunum. Júli/September 1967: Á þessu tíma- bili var aðallcga unnið á milli stöðva 700 og 530 og þessi 170 m kafli sprengdur í l'ullt snið. Miðaði verkinu nokkuð vel í 2 mánuði bar til það stöðvaðist i sprungusvæði F-2 við stöð 530. Sprungusvæðið er óreglulega brotið á margra tuga metra beltí. Meginsprungur eru í stefnu sprungusvæðis, en auka- sprungur víkja mjög frá þessu og eru mjög hallandi. Þetta olli lélegri stæðni og hruni úr þekju. Þegar hér var komið urðu tafir á verki um tíma meðan beðið var eftir stálbogum til styrkingar sem et'tirlitið krafðist að settir yrðu upp og

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.