Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 23
og 4. Júlí sje lengst í vestnrátt frá sóln. Fyrst þegar bjartnEBttið
tekur að þverra, fer að verða hægt að sjá hana á morgunhimnin-
um, og kemur hún þar í Agúst upp um miðnætti. Um miðjan
September kemnr hún upp 4 stundum fyrir sólarupprás, seiuast í
Nóvember 2 stundnm fyrir sólarupprás, og í December hverfur
hún smámsaman í morgunroðanum.
Mars sjest ekki fyrri helming ársins. í öndverðum Ágúst
kemur hann upp kl. 10 e. m., og er svo það sem eftir er ársins
ít lopti nátega allu nóttina. Mars er í ársbyrjun hjerumbil 2V2
sólfjarlægðir burtu frá jörðunni, en nálgast alían árshringinn jörð-
ina, svo að hann í árslokin er næst jörðnnni, 6/10 sólfjarlægðar,
og skín þá skærast. Mars, sem er rauðleitur, reikar frá Ágúst
til Nóvember austur á bóginn millum stjarnanna í Nauts- og Tví-
buramerki, unz hann í ofanverðum Nóvember snvr við, nokkru
fyrir neðan Kastor og Pollúx, og reikar þá í vesturátt í Tvíbura-
nrerki. Á þessu reiki sínu gengur hann um miðjan Ágúst norður
fyrir stjörnuna Aldebaran (Nautsaugað), sem líka er rauð, og 24.
Ágúst strýkst bann norður fyrir Satúrnus.
Júpiter er allan árshringinn svo sunnarlega, að hann kemst
ekki nema 2—4 stig upp fyrir sjóndeildarhring Reykjavíkur. Hann
er i suðri (hádegisstað); í öndverðum Júlí, er hann er gegnt sólu,
um miðnætti;] um miðjan Ágúst kl. ífi/a e. m.; um miðjan Október
kl. 5^/2 e. m.; um miðjan December kl. 2i/g e. m. Hann heldur
sig allan árshringinn í Skotmannsmerki.
Satúrnus er hátt á lopti í suðri: í öndverðum Janúar kl. 9
e. m., í öndverðum Febrúar kl. 7 e. m., og gengur undir í út-
norðri 9 stundum eptir að hann hefir verið í bádegisstað. Um
miðjan Marts gengur hann undir kl. 2 f. m., um miðjan Apríl
um miðnætti, og hverfur svo brátt i kveldbjarmanum. 29. Maí
gengur hann á bak við sólina yfir á austurhimininn, en fer þó
ekki að sjást þar fyr en nótt tekur að dimma. Um miðjan Ágúst
kemur hann upp kl. 10 e. m., um miðjan Október kl. 6 e. m.
7. December er hann gegnt sólu og sjest um miðnætti hátt á
lopti í suðri. Satúrnus heldur sig allan árshringinn í Nautsmerki,
og reikar meðal stjarna þess frá því í ofanverðum Janúar og fram
í ofanverðan September í austurátt, en annars í vesturátt. I
Janúar og Febrúar er hann fyrir neðan hina fögru stjörnuþyrping
Sjöstirnið. 24. Ágúst sjest hann rjett fyrir sunnan Mars.
Uranus og Ncptúnus sjást ekki með berum augum. Úranus
heldur sig allan árshringinn í Steingeitarmerki, er 29. Júlí gegnt
sólu og er þá um miðnætti í suðri, ein 6 stig fyrir ofan sjóndeild-
arhring. Neptúnus heldur sig ailan árshringinn á takmörkunum
milli Tvíbura- og Krabbamerkis, er 15. Janúar gegnt sóltt og er
þá Utn miðnætti í suðri, 47 stig fyrir ofan sjóndeildarhring.