Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 108
Hvað er um snllaveilcina.
á. íslandi?
Svo spj^r margur, en það er ýmsum vandkvæð- I
um bundið að svara pessari spurningu til fulls. Eg hygg, "
að einginn geti sagt, hve margar manneskjur hér á
landi séu sullaveilcar, og þær tilraunir, sem gerðar
hafa verið, áður á tímum, til að gizka á tölu þessara
sjúklinga, eru ekki áreiðanlegar. En þó að ekki verði
sagt hve margir sullaveikissjúklingar séu nú hér á
landi, né hafi verið lyrr á tímum, er það á allra vit-
orði, að veiki þessi hefir verið hér tið, og það svo,
að í augum annara þjóða hefir það orðið íslending-
um til vansa, því að veikin er talin sjálfskaparvíti
og vottur um skort á þrifnaði.
Nokkur drög eru til þess að fá vitneskju um,
livort veikin sé I rénun hér í landi. Frá árinu 1896 i
hefir landlæknir heimt inn skýrslur trá öllum lækn-
um í landinu um ýmsar sóttir, þar á meðal sullaveiki.
Eptir þessum skýrslum er enginn efi á pví, að veikin
er í rénnn. Skýrslurnar telja síðari árin miklu færri
sýkta af þessari veiki á ári hverju en fyrstu skýrsl-
urnar, og talan smá lækkar.
En betur má, ef duga skal.
Enn er svo, eptir skýrslum þessum, að 60—80
sýkiast á ári (fyrstu árin kringum 200), og auðvitað
koma ekki öll kurl til grafar. Pessi tala er enn til-
tölulega miklu hærri en dæmi eru til nokkursstaðar
í Norðurálfu.
Rénun veikinnar má eflaust þakka lögum um
hundaskatt o. II. (22. maí 1890), og meiri varúð en
áður tíðkaðist með sambúð við hunda, og yfirleitt
auknum þrifnaði.
Lög þessi skipa fyrir framtal allra hunda og ár-
legt skattgjald; skylda alla, sem slátra skepnum, til
(98)