Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 99
aði hann; þótti þar blautlent. Þetta var árið 911.
Hrólfur skyldi og vera ríki konungs til landvarnar.
Til merkis um hollustu og undirgefni við konung átti
Hrólfur að kyssa fót hans. En hann færðist undan
Því og mælti: »Eg ætla mér aldrei að beygja hné
inin fyrir neinum né kyssa fót neins manns.« Lét
bann því í sinn stað einn af hermönnum sínum gera
Það. En hann þreif þá svo óþjTmilega í fót Karli
konungi um leið og hann færði fót hans upp að
fnunninum á sér, að konungur féll aptur á bak1).
^arð að því hlátur mikill meðal Norðmanna.
Hrólfur tók skírn 24. Ágúst (in translatione
Audoeni) 912. Gerðist Robert hertogi af París skírifaðir
hans og gaf honum nafn sitt. Kalla sumir sagnarit-
arar Hrólf eptir það Robert. Sagt er, aö Hrólfur hafi
haldið vel trú sína og auðgað klaustur og kirkjur.
Hrólfur gerðist stjórnsamur í ríki sínu bæði um
'agasetningar og annað. Bannaði harðlega allan rán-
skap og þjófnað, og eru frásagnir hjá Dudo munki
Um Það, hve harðlega hann hegndi slíkt. Hann braut
Þá alla til hlýðni í ríki sínu, er sýndu honum óhlýðni
°g mótþróa, en endurreisti kirkjur og borgir, er brotn-
ar höfðu verið niður í hernaði þeim, er þá hafði stað-
|ð um langan aldur þar í landi, mest af norrænum vík-
^ngum. Rúðu (Rothomagus, Roda, Rouen) gerði liann að
aðsetursstað sínum og höfuðborg í Norðmandí.
Hrólfur andaðist í hárri elli 931.
Niðjar hans réðu síðan leingi fyrir Norðmandí.
Toru þeir kallaðir Rúðujarlar, menn miklir fyrir sér
°g harðsnúnir, og er frá þeim komið hið mesta stór-
oaenni. Eptir Hrólf (og á seinustu árum hans) tók
jarldóm Vilhjálmur Hrólfsson, sonur Hrólfs og Poppu.
''ilhjálmur var kallaður langaspjól. Hann var svikinn,
°g veginn 943 »af Aldoni, er öðru nafni hét Sirto«.
Hptir hann tók ríki sonur hans Ríkarður jarl hinn
fiamli, er er lézt 996. Að honum látnum tókjarldóm
1) Pó segja aðrar sagnir, að Ilrólfur liafi gert þetta sjálfur,
(89) e