Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 70
dugnaði og rökum, að samningarnir voru samþyktir
í Stórþinginu (9. Okl.) með 101 atkv. móti 16. Samn-
ingarnir voru samþyktir í ríkisþingi Svía (13. Okt.) i
einu hljóði.
Allir Samningarnir voru ritaðir á norsku, sænsku
og frönsku. Peir voru staðtestir 26. Okt. Utanríkis-
ráðherra Wachtmeister ritaði undir samningana fyrir
hönd Svíþjóðar, en fyrrum sendiherra v. Ditten íyrir
hönd Noregs. Síðan viðurkendi Oskar konungur að-
skilnað Noregs frá Svíþjóðu. Og var ákveðið að til-
kynna skilnaðinn öllum þeim þjóðum, er stóðu í
sendilierra- eða konsúla-sambandi við Svíþjóð. Kon-
ungur ritaði svo sama dag (26. Okf.) all-langt skjal til
norsku þjóðarinnar, og sendi það forseta Stórþingsins.
Útdráttur úr skjali þessu er prentaður í »Skírni« 1905,
og læt eg nægja, að setja hann hér.
»Eptir að eg í nafni Svíþjóðar hefi viðurkent al-
gerðan aðskilnað Noregs frá Sviþjóð, lýsi eg því yfir,
að eg hefi ákveðið að sleppa konungdómi i Noregi,
sem þrátt fyrir bezta vilja frá minni hálfu hefir bakað
mér margar beizkar áhyggjustundir árum saman.
Með tilliti til þeirrar breytingar, sem orðið hefir
á viðskiptasambandi beggja þjóðanna, þá get eg ekki
ímyndað mér, að það yrði til heilla, hvorki fyrir Sví-
þjóð né Noreg, að maður af ætt minni tæki við kon-
ungdómi í Noregi. Eg tel víst, að i báðum ríkjunum
mundi þá koma upp vantraust og tortryggni, sem
mundi snúast bæði gegn honum og mér. Get get
eg þess vegna ekki tekið boði Stórþingsins.
Eg þakka hjartanlega öllum þeim, er í 33 ára
stjórnartið minni hafa verið mér trúir þegnar í Nor-
egi og bera enn hlýjan hug til fyrrverandi konungs síns.
Um leið og eg kveð, óska eg þeim allra heilla«.
Nú voru ríkin Svíþjóð og Noregur skilin að fullu
og öllu. Michelsen var aðal-foringi Norðmanna í
málum þessum. Og forustan fórst honum snildar-
lega úr hendi. Svíum fórust og málin mjög vel, þeg-
(60)