Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 161
1
liendur að semja lesbók handa sænskum skólabörnum;
atti bókin að vera lýsing á Svípjóð. t*essa þraut
ievsti Selma Lagerlöf með snild. Bókin heitir »Nils
Holgersons underbara resa genom Sverige«. Er hún
einstök í sinni röð, og væri óskandi, að fleiri lönd
hefðu siíkar bækur að bjóða börnum sínum. Siðasta
bók Selmu, er kom út|síðastliðinn vetur, heitir nLilje-
kronas hem«, og er hún nokkurskonar inngangur að
»Gösta Berlings saga«.
Selma Lagerlöf hlaut Nóbelsvörðlaun fyrir skáld-
skaP árið 1909. Er hún önnur sú kona, er sá heiður
hefir hlotnazt. Hin konan er, sem kunnugt er, frú
Gourie. Skömmu síðar keypti hún búgarð foreldra
S1nnar Márbacka, og hefir síðan jafnan dvalið þar á
sumruni. Hressir hún sig þáápví, aö hugsa um bú-
skapinn. Vetrarsetu hefir hún í Falun, námubænum
einkennilega; á hún þar forniegt en vandað hús.
Selma Lagerlöf er roskin kona og hvít fyrir liærum.
Hún er höfðingleg sýnum og ljúfmannleg í framkomu.
Rit hennar eru þýdd á flestar tungur hins mentaða
heims, og hafa borið nafn hennar frá landi til lands.
^ér eigum því miður harla lítið af þeim í íslenzkri
Þýðingu, en sú er bót í máli, að flestum af oss ætti
að vera auðvelt að lesa þau á frummálinu, sænsku,
er einna skyldust mun íslenzku hinna norrænu tungna.
Það er ekkert oflof, þó sagt sé,j að Selma Lager-
J?i ^eri höfuð og herðar yflr þær konur, er nú fást
v,ð skáldskap, og eru þær þó all-margar. Hjá henni
er eigi að finna þá tilgerð, sem er nokkurskonar erfða-
synd kvenrithöfundanna all-flestra. Gegnum alt það,
er hún ritar, rennur sama undiraldan; alstaðar verður
jyrir oss, að baki orðanna, skáldið með hyggjuvitið
a u Pa, iiiandi tilfinninguna og göfuga hugsunarháttinn.
j)1 það, er liún skrifar, er runnið frá hennar eigin
j'jartarótum; þess vegna talar það til hjartnanna,
jaJar til þess, sem bezt er og göfugast í huga þess, er
ies — því að sjálf er hún góð og göfug.
Inga Lára Lárusdáttir.
(149)