Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 89
Hann fann fyrstur manna að skera torf úr jörðu
til eldiviðar á Torfnesi í Skotlandi, pví að ilt var til
viðar i eyjunum. Var hann því kallaður Torf-Einar.
Einar var mikill maður og ljótur, einsýnn, og þö
manna skygnastur. Frá Einari eru komnir Orkneyja-
jarlar, og réðu peir eyjunum leingi síðan, alt fram á
15. öld.
Synir Haralds konungs gerðust ofstopamenn mikl-
lr> og fóru þeir Snæfríðarsjmir, Hálfdan háleggur og
Guðröður ljómi, að Rögnvaldi jarli og brendu hann
mni. Pað telja sumir sagnaritarar hafi verið nær 890,
en aðrir telja það yrði litlu fyrir 900, og er það nær
sanni. Hrökk Hálfdan vestur um haf fyrir reiði kon-
ungsins föður síns. Einar vo hann og hefndi svo föð-
nr síns. Pá kvað hann vísu þessa, og þótti honum þeir
bræður sinir lítt hafa rekið föðurhefndanna:
Sékat ek1 2) Hrólfs úr hendi
né Hrollaugi fljúga
dörrs) á dólga3) meingi, —
dugir oss föður hefna.
En í kveld, þar er knýjum,
of kerstraumi, rómu,
þegjandi sitr þetta
Pórir jarl á Mæri.
Haraldur konungur setti Póri son Rögnvalds jarls
yfir Mæri eptir andlát föður hans, og gipti honum
Alöfu dóttur sína, er kölluð var árbót. Var hann
kallaður Pórir þegjandi. Af honum er komið mikið
^yn og göfugt. Dóttir hans var Bergljót móðir Há-
konar jarls hins ríka á Hlöðum. Er þaðan stór-
menna kyn komið. Dóttir hans var og Vigdís, er átti
Ingimundur gamli, og er þaðan komin mikil ætt og
nierkileg hér á landi. Sonur Póris jarls þegjanda var
°g Jörundur háls landnámsmaður, er bjó á Grund
undir Jörundarfelli. Frá honum eru og ættir komnar
1) = Eg sé ekki.
2) = spjót.
3) = óvina.
(79)