Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 126
hjálm yfir Kínverjum síöan, pótt peir hafi ávalt veriö
mjög hataðir af landslýðnum.
Yuan-Shi-Kai er af kínversku bergi brotinn, ætt-
stór, mentaður vel, atorkumaður og forvitri. Hann
nam hernaðarlist Norðurálfumanna á yngri árum,
gerðist síðan handgenginn stjórninni og kom nýju
skipulagi á her Kinverja. Síðan féll hann í ónáð við
hirðina og var vísað úr landi. En þá er uppreistin
hófst í Wutchang siðastliðið haust, sá stjórnin þann
kost vænstan að leita á náðir hans, og heita á hann
til fulltingis. Lét hann til leiðast um siðir og fékk
nokkurskonar alræðisvald í hendur. Vildi hann gera
ríkið að þingbundnu konungsríki.
Uppreistin hélt áfram og vóru háðar orustur með
uppreistarliðinu og stjórnarhernum, og veitti ýmsum
betur. Var það ætlan flestra, að Yuan-Shi-Kai hefði
getað brotið uppreistarmenn á bak aptur með her-
valdi, ef hann hefði haldið til streitu.
Nú er að nefna höfuðforingja lýðveldismanna:
Sun-Yat-Sen.
Hann er kínverskrar höfðingjaættar, og hafa þeir
frændur fyrrum vei'ið við riðnir uppreistir gegn yfir-
ráðum Mandsjúa. Vildi Sun-Yat-Sen fyrrum styrkja
til rikis hina fornu konungaætt, er völd misti 1644.
Sá ættleggur er enn i Kína. Sun-Yat-Sen hóf uppreist
í Kanton hér á árunum, en hún var bæld niður. Varð
hann þá landflótta til Japan og síðan til Vesturheims
og Norðurálfu. Þá var hann þrítugur að aldri, en nú
hálffimtugur. Hefir hann verið 15 ár í útlegð og notað
tímann tii þess að efla félagsskap meðal landa sinna
um allan heim og stofna ótal félög til þess að vinna
að hugsjónum sínum: að stofna lýðveldi í Kína og
kenna pjóðinni að hagnýta sér vestrœna menningu. —
Maðurinn er stórvitur og skörungur að sama skapi.
Hefir honum orðið afarmikið ágengt, ekki sizt meðal
auðugra landa sinna í Vesturheimi, og hafa þeir stutt
hreyfinguna af megni.
(116)