Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 97
Landsmenn hétu á Franco erkibiskup, að ná friði af
Hrólfi þeim til handa. Það fékkst. Fví næst hélt
Lrólfur með her sinn upp eptir Signu og alt til
Huðu. Leizt þeim land þar frjótt og gagnsamt, og
Lugðust að leggja það undir sig, og hélt hann nú
skipum sinum ofar meir upp eptir fljótinu, þangað
sem heitir Pont de l’Arche. Spurðist þá til Franciu
(•sle de France), að óvígur her Norðmanna væri
^ominn saman á Signu, og stóð landsmönnum ótti
af- Rögnvaldur (Ragnaldus) hertogi i Franciu hugð-
»t að verja land sitt eða þá að komast að samn-
mgum við þá Hrólf. Rá var þar í landi norrænn
Waður, sá er Hásteinn (Hastingus, Hasteinus, Anstignus)
hót; halda sumir, að hann hafi verið af ætt Atlajarls
hins mjóa. Var hann feinginn til að leita samninga
við Hrólf. En ekki náði þeim. Attu þeir Rögnvaldur
hertogi og Hásteinn þá tvær orustur við Hrólf, og
flýðu þeir úr hinni fyrri, en í hinni síðari féll Rögn-
valdur hertogi, er hann var á flótta kominn.
Að þessu loknu hélt Hrólfur með her sinn til
Parisarborgar og settist um hana. En frá miðri um-
sátinni varð hann aö fara og til Englands til liðs viö
Aðalstein1) konung vin sínn gegn uppreist þar í landi.
Regar hún var sefuð, hélt hann aptur til Frakklands,
°g hafði þá Aðalsteinn’) konungur eflt hann að miklu
Lði. Skipti Hrólfur þá her sinum í þrent; lét hann
e,nn hluta hans halda upp i Leirá (Loire, Ligeris),
annan upp í Gironde (Gerunda), en sjálfur sigldi
flann með þriðjungliðsins upp í Signu(Seine, Sequana)
°g settist um Parísarborg af nýju.
A meðan stóð á umsát Parisar í fyrra skiptið,
hafði Hrólfur, á meðan vopnahlé stóð yfir, er samið
hafði verið, farið til Bayeux (Baiocae), og tekið þann
h*. Meðal þeirra, er þar voru gerðir fangnir,var kona
ein, er Poppa hét, dóttir göfugs manns, að nafni Be-
renger. Hún var væn kona. Henni kvæntist Hrólfur
**étt; Elíráður.
(87)