Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 87
Ivar son Rögnvalds jarls. En er konungur sigldi vest-
an, þá gaf hann Rögnvaldi jarli í sonarbætur Hjalt-
land og Orkneyjar, en Rögnvaldur jarl gaf Sigurði
bróður sinum bæði löndin; hann var stafnbúi Har-
alds konungs. Konungur gaf Sigurði jarlsnafn, er
hann fór vestan, og var Sigurður eptir vestur.
Sigurður jarl gerðist höfðingi mikill. Gerði hann
félag sitt við Porstein rauð, son Ólafs hvita og Uðar
djúpúðgu, og unnu peir Katanes alt og mikið annað
af Skotlandi, Mærhæfi og Ros; þar lét hann gera borg
á sunnanverðu Mærhæfi. Sigurður feldi Melbrikta tönn
Skotajarl, og festi hann höfuð hans við slagálar til á-
gætis sér. Þá riðu þeir heim og hrósuðu sigri. Og er
þeir voru á leið komnir, þá vildi Sigurður keyra
hestinn við fæti sínum, og lýstur hann kvikvavöðvan-
um kálfans á tönnina, er skagði úr höfðinu Melbrikta,
og skeindist. Iíom þar í blástur, og fékk hann þar af
bana, og er Sigurður hinn ríki heygður á Ekkjálsbakka
á Skotlandi. Pá réð löndum Guttormur son hans einn
vetur, og dó barnlaus. Síðan settust margir vikingar i
löndin, Danir og Norðmenn.
Pá er Rögnvaldur jarl spurði lát þeirra feðga,
Sigurðar bróður síns og Guttorms, og það, að þá sátu
i löndunum víkingar, þá sendi hann vestur Hallað son
sinn. Gaf Haraldur konungur Haflaði jarlsnafn, og
hafði jarl með sér lið mikið. En er Hallaður kom
vestur um haf, settist hann i Hrossey. En vikingar
fóru bæði haust og vor um eyjarnar og yfir á Nes,
námu nesnám, hjuggu strandhögg, drápu menn og
rændu. En er búendur kærðu skaða sinn fyrir Hall-
aði jarli, þá þótti honum torvelt að rétta hlut þeirra,
og leiddist honum að sitja í eyjunum. Veltist hann þá
úr jarfsdóminum, fór til Noregs og tók þar höldsrétt,
og þótti hans för hin hæðilegasta. Og er Rögnvaldur
jarl spurði þetta, lét hann illa yfir ferð Hallaðar, og
sagði, að synir sínir mundu verða ólikir foreldri sínu.
Vikingar tveir danskir settust nú í löndin. Hét
(77)