Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 127
1
Sun-Yat-Sen brá viö frá Lundúnura í haust, heira
tii Kína, og tókst á hendur forustu lýðveldismanna.
ar alt Suður-Kína á valdi þeirra og settu þeir stjórn
a stofn í Nanking. Þangað var stefnt fulltrúum lýð-
veldismanna um alt ríkið, og kusu þeir Sun-Yat-sen
fyrir forseta hins kínverska lýðveldis. Tókst honum að
koma góðu skipulagi á í þessu nýja ríki, sem tók yfir
Suður-Kína. Vóru íbúar þess hluta Kínaveldis um 200
núljónir manna.
I annan stað réð Yuan-Shi-Kai fyrir norðurhluta
landsins, þar sem íbúar eru um 170 miljónir.
Kína-her hafði verið um 300 þúsundir fyrir upp-
reistina. Sneri þriðjungur í lið með uppreistarmönn-
Unii og auk þess höfðu þeir á að skipa miklu fjöl-
TOenni sjálfboðaliða.— Stjórnarherinn, um 200 þúsund-
‘r> fylgdi Yuan-Shi-Kai.
Nú var ekki annað sýnna, en alt færi í bál og
brand. En þá tóku foringjarnir að semja sín á milli,
og varð það að sætt um síðir, að Yuan-Shi-Kai tókst
á hendur að fá konungsættina til þess að afsala sér
völdum og mæla með stofnun lýðveldis, gegn því að hún
héldi eignum og lifevri, og því næst lagði Sun-Yat-Sen
oiður forsetatign sína, en Yuan-Shi-Kai var kosinn i
einu hljóði forseti hins kínverska lýðveldis, sem nú
tekur j'fir alt ríkið.
Báðir þessir höfðingjar hafa þótt sýna mikla yfir-
burði og ósérplægni í vandamálum þessum. Að vísu
ev ekki séð fyrir endann á deilunum, því að upp hafa
nsið nýir flokkar, er steypa vilja lýðveldinu. En það
naá óhætt fulljrrða, að þessi stórkostlega umbjdting
hefir tekist með minni blóðsúthellingum og meira
hugnaði og fyrirhj'ggju, en nokkur maður gat gert
sér í hugarlund.
Benedikt Sveinsson.
(117)